Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 11
5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Tvennar systur úr Fljótshlíðinni
opna á morgun, sunnudag,
myndlistarsýningu í Sögusetrinu á
Hvolsvelli sem er hluti menningar-
dagskrár í Rangárþingi eystra sem
ber yfirskriftina Þær í 100 ár. Lista-
konur þessar eru systurnar Hrafn-
hildur Inga og Þórdís Alda Sig-
urðardætur frá Vestur-Sámsstöðum
og Þórhildur og Sigrún Jónsdætur
frá Lambey. Við opnun sýning-
arinnar kl. 16 verða lesin ljóð og
fleira, allt menning úr héraðinu.
„Móðir náttúra – landið í öllum
sínum birtingarmyndum – er rauði
þráðurinn í verkum okkar fjögurra.
Lagt var upp með að hver sýndi tvö
til átta verk í tilefni 100 ára afmælis
kosningaréttar kvenna.“ segir Sig-
rún Jónsdóttir.
Sýningin, sem opnuð verður á
sunnudaginn, stendur fram til 7.
ágúst næstkomandi.
Tveimur dögum síðar, 9. ágúst,
verður önnur opnun og þá sýna verk
sín rangæsku listakonurnar Álfheið-
ur Ólafsdóttir, Guðrún Le Sage De
Fontenay, Katrín Jónsdóttir og
nafna hennar Óskarsdóttir. Þá verð-
ur flutt tónlist við opnunina – og sitt-
hvað fleira skemmtilegt verður
raunar einnig á dagskránni.
FLJÓTSHLÍÐ
Listakonan í Fljótshlíðinni, Sigrún Jónsdóttir, með pensilinn á vinnustofu sinni.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Systur með sýningu
Starfsemi Perlna fjarðarins erokkar leið til að byggja undiratvinnulífið í þorpinu, efla þá
ferðaþjónustu sem hér er fyrir. Hér
á Flateyri, þar sem atvinnulífið er
einhæft, hafa sjávarútvegsfyrir-
tækin ítrekað tekið kollhnísa með
þeim afleiðingum að nánast hvert
einasta vinnandi mannsbarn verður
atvinnulaust,“ segir Bryndís Sig-
urðardóttir á Flateyri.
Kyrrðin er mannbætandi
Nýlega stofnuðu Bryndís, Hermann
Þorsteinsson, Halldór Bragason og
Guðmundur Konráðsson fyrirtæki á
Flateyri, Perlur fjarðarins. Með því
er ætlunin að sameina krafta allra
þeirra í Önundarfirði sem ferða-
þjónustu sinna. Sú starfsemi á
svæðinu er reyndar orðin nokkuð
fjölbreytt, þar eru þrjú gistiheimili,
íbúðagisting á nokkrum stöðum,
fyrirtæki sem býður upp á sjóst-
angveiði, kajakleiga, handverkshús,
söfn og veitingastaður. Meira er í
bígerð á Flateyri, en almennt segir
Bryndís að lengja þurfi ferða-
tímabilið og bæta við afþreyingar-
og gistimöguleikum og veitingasölu.
Að því sé líka unnið um þessar
mundir.
„Önundarfjörður er fallegur og
hér er, þótt ótrúlegt sé, mikil veð-
ursæld. Kvöldlognið og kyrrðin er
mannbætandi og okkur langar að
gefa gestum fjarðarins tækifæri til
að njóta þessarar mögnuðu náttúru
sem hér er,“ segir Bryndís.
Nefnir að í Önundarfirði séu
óteljandi möguleikar á gönguferð-
um, léttum og erfiðum, fjölbreytt
fuglalíf og Holtsströndin með sínum
hvíta sandi. Meira þurfi þó að gera,
svo sem bjóða upp á skipulagðar
göngu- og fuglaskoðunarferðir með
leiðsögn.
Enn blæðir úr sárinu
Meira verður í boði. Hermann hef-
ur skipulagt gönguferðir um bæinn
þar sem sögð er saga snjóflóðsins
sem féll haustið 1995 þegar tuttugu
manns fórust. „Snjóflóðið 1995 var
svo mikill harmleikur að hann er
ennþá blæðandi sár og mjög erfitt
verkefni að nálgast. Þetta var af-
drifaríkur atburður í sögu stað-
arins,“ segir Hermann sem tók þátt
í björgunarstörfum á sínum tíma og
mun segja ferðafólki söguna frá
þeirri hlið.
„Við viljum varpa ljósinu á
hvernig til tókst við aðgerðir og
hvernig almannavarnir og björg-
unarsveitirnar takast almennt á við
svona verkefni. Hér stóðu menn við
leit að vinum og fjölskyldu og nú
má spyrja hvernig því fólki hafi
gengið að vinna úr þeirri reynslu.
En fyrst og síðast viljum við fá að
gleðjast innilega yfir þeim sem
björguðust eða sluppu,“ segir Her-
mann.
Bókhald og múrverk
Bryndís er Sunnlendingur og bjó
lengst í Hveragerði. Starfaði lengi
við hugbúnaðarþjónustu og átti þá
oft erindi vestur á firði, þar sem
hún fann sig vel. Rak seinna bók-
haldsþjónustu í áraraðir, en vildi
breyta til. Þegar vinna og tækifæri
á Flateyri buðust tók hún slaginn.
„Ég er með svæðisleiðsögurétt-
indi á Suðurlandi. Er að öðru leyti
nýgræðingur í ferðaþjónustu. Hafði
þó mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu í
viðskiptum í bókhaldinu, sem gaf
mér góða innsýn í rekstrarfor-
sendur svona fyrirtækja,“ segir
Bryndís. Hermann, sem stendur í
stafni Perlnanna, er múrari og var
þar til nýlega framkvæmdastjóri
Vestfirskra verktaka. Hefur lengst
alið manninn á Flateyri og þekkir
því vel til staðhátta og náttúru Ön-
undarfjarðar – sem nú stendur til
að kynna ferðafólki betur.
Hæglætisstefna
„Markmið okkar er að innan fimm
ára verði hér minnst þrjú vel arð-
bær ferðaþjónustufyrirtæki, með
starfsmenn á launum allt árið, sem
styrkja atvinnulíf okkar í Önund-
arfirði. Við teljum að sameiginlegur
aðgangur að þjónustu í firðinum sé
mikilvægur þáttur svo þetta mark-
mið náist,“ segir Bryndís. Bætir við
að þegar þau Hermann voru að
undirbúa stofnun fyrirtækisins hafi
þau rætt við fjölda fólks á svæðinu,
haldið fundi og safnað hugmyndum
og þannig náð góðri sátt við sam-
félagið.
„Við höfum síðan legið yfir þess-
um hugmyndum og komist að
þeirri niðurstöðu að hér eigi við hin
svokallaða hæglætisstefna í ferða-
þjónustu, á ensku kallað slow move-
ment. Til að meðtaka töfra náttúr-
unnar þarftu að gefa þér tíma til að
njóta. Slowly Travel verður okkar
framtíðarheiti og okkur langar til
að Önundarfjörður verði staðurinn
þar sem fjölskyldur og aðrir fá
tækifæri til að tengjast náttúrunni
og njóta.“
FLATEYRI
Perlur styrki
atvinnulífið
ÖNUNDARFJÖRÐUR
VERÐUR SAMEINAÐUR
UNDIR EINU MERKI. ÞAR ER
NÚ REKIN FJÖLBREYTT
FERÐAÞJÓNUSTA Í
MAGNAÐRI NÁTTÚRU
Horft yfir Flateyri og fjörðinn fagra úr muna ganganna sem liggja í gegnum
snjóflóðavarnagarðinn sem er í hárri fjallhlíðinni fyrir ofan kauptúnið.
Allt í þjóðlega stílnum þar sem túr-
istar kynna sér lopapeysuúrvalið.
Hermann Karlsson og Bryndís Sigurðardóttir hyggjast sameina undir einu
merki krafta þess fólks sem sinnir ferðaþjónustu í Flateyri og Önundarfirði.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Von er á alls 60 skemmtiferðaskipum til Ísafjarðar í
sumar. Hið stærsta, MSC Splendida, með 3.500 far-
þega var þar í fyrri viku. Þá var Aidal Luna vestra á
dögunum og kemur þangað þrisvar í sumar.
Ísafjörður
Í sumar hefur verið unnið að endurnýjun hitaveitulagnar í
Mývatnssveit, það er frá Geiteyjarströnd og í Skútustaði.
Þetta er stofnlögn, um 1,8 kílómetra löng. Frá henni eru
svo teknar heimtaugar á bæi á þessum slóðum.
Mývatnssveit
Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is
VIÐ
SKUTLUM
ÞÉR! Alltaf laus sæti
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum
Hagkvæmur kostur
Alltaf ferðir
Ferðatími u.þ.b.
45 mínútur
Umhverfisvænt
Kauptu miða núna á
www.flugrutan.is
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
OR
*Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr.
1.750 kr.*
FYRIR AÐEINS