Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 29

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 29
Manngildiskenning Helmuts Thielicke ans verði seint full sönnuð, þá sé það vissa þeirra í hans hópi sem taka þá kenningu gilda að þeir þurfi ekki að óttast neitt sem genamengisáætlunin, HGP, hafi að geyma. Aðrir sem taka í sama streng benda þó á, að ekki megi vanmeta áhrifamátt hinnar nýju þekkingar og tækni þegar litið er til hvaða óæskilegar félagslegar afleiðingar kunni að fylgja á eftir. Mýtan um genin bendi á líkur á margvíslegum tengslum á hinum félagslega vettvangi milli gena, afbrota, stéttaskiptingar, og kynþáttamisréttis. II Rannsóknir í líffræði og erfðafræði sem leitt hafa til kortlagningar á gena- mengi mannsins marka einstök tímamót sem segja má að sé hápunktur þró- unar er komst á skrið fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Á þessu tímabili hefur tækni á sviði lífvísinda fleygt fram og gert mönnum kleift að ráða betur en áður við ýmsar þær ógnir sem steðja að lífi manna og heilsu. En tæknivæð- ingin hefur jafnframt skapað erfið siðferðileg úrlausnarefni; margt af því sem hægt er að gera orkar tvímælis eða kann að vera beinlínis rangt. Framvinda þessarar öru þróunar, fyrsta glasabarnið fæddist 1978, hefur opnað nýtt fræðasvið í siðfræði sem nefnt hefur verið lífsiðfræði (bioethics; bioetik). Lífsiðfræðin hefur unnið sér fastan sess jafnt í guðfræðilegri siðfræði sem heimspekilegri. Almennum orðum má segja að þróun í lífvísindum og tækni hafi verið svo ör að siðfræðin hefur mátt hafa sig alla við til að bregðast við á málefnalegan hátt. Ekki alls fyrir löngu vék dálkahöfundur Morgunblaðsins að því hversu veika stöðu almenn siðfræði mætti búa við í síbreytilegum heimi nýrrar ald- ar vísinda og tæknvivæðingar. Öðrum vísindum fremur væru það lífvísindin sem vektu áleitnar spurningar fyrir siðfræðina. Dálkahöfundurinn lét í veðri vaka að siðfræðin ætti engin svör. Henni væri lagið að efna til gagnrýninnar umræðu um allt milli himins og jarðar, en sú umræða breytti engu, þar eð sið- fræðin fengist ekki við staðreyndir, sem einar skiptu máli í hinu upplýsta sam- félagi nútímans. í sem skemmstu máli er siðfræðinni ekki brugðið þótt sumir telji að dag- ar hennar innan vísindanna kunni senn að vera taldir. Siðfræðin spyr á móti hvort skoðanamótendur og hugmyndasmiðir nútímans kunni til verka, þegar þeir láta undir höfuð leggjast að spyrja sig sjálfa, hvað verður um manneskj- una, hvert verður hlutskipti hennar í þeim babelsturni vísinda og tækni sem reistur skal sem fyrrum til himins. Það er sammerkt með hinum ýmsu viðfangs- og úrlausnarefnum lífsið- fræðinnar að þau snerta einstaklinginn oftar en ekki á mjög persónulegan hátt. 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.