Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 71

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 71
Trúarhefð á Norðurlöndum í Ijósi kirkjusögunnar og sjómanna má þvert á móti ráða að mun líklegra sé að skýringarinnar sé að leita á sviði trúarháttanna og hér sé komið fram enn eitt dæmið um áhrif gam- allar trúarhefðar íslendinga á nútíma aðstæður. Líklegasta skýringin á þeim mun á sveit og þéttbýli sem hér var bent á er sú að til sveita var bænalíf eink- um tengt húslestri og annarri hefðbundinni heimilisguðrækni. Eins var bæna- líf sjómanna mjög tengt sameiginlegri sjóferðabæn í upphafi róðrar.45 Þegar hinir klassísku trúarhættir leystust upp bæði til sjávar og sveita tapaði bæna- lífið því hinni hefðbundnu umgjörð sinni og varð mjög undan að láta. Sú efl- ing kirkjuguðrækni og ýmis konar kristilegs starfs á jöðrum eða utan þjóð- kirkjunnar sem varð á 20. öld var hins vegar mjög bundin við þéttbýli og þá einkum höfuðborgarsvæðið. Líklegt er því að út úr tölum um bænalíf m.t.t. búsetu og stétta beri að lesa tvenns konar þróun, upplausn hefðbundinna trú- arhátta til sjávar og sveita og eflingu einstaklingsbundins bænalífs í þéttbýli á síðari árum. Enn eitt dæmi um tengsl gamalla trúarhátta og nútíma aðstæðna kemur fram í þeim sið að heita á kirkjur t.d. er vanda ber að höndum. í könnuninni kom fram að tæp 29 af hundraði könnuðust við að hafa brugðið á þetta ráð þótt fáir (4%) beittu því reglulega. Telja höfundar þetta eitt af sérkennum ís- lensk trúarlífs. Á þá sérstöðu verður þó ekki fallist hér þótt áheitatrúin standi e.t.v. nú á dögum eitthvað sterkar hér en í grannlöndunum. Hér skortir þó mjög rannsóknir. Augljóst er að siður þessi ber dæmigerð einkenni trúarhátta í upp- lausn þar sem mun fleiri af elstu svarendunum ræktu siðinn en raun var á meðal hinna yngstu (63% á móti 9%). í því sambandi skiptir og máli að bænd- ur eru sá hópur sem helst rækti áheitasiðinn en hefðbundnir trúarhættir halda jafnan lengst velli þar sem samfélagsþróun er hægust.46 Hér er um sið að ræða sem auðveldlega má tengja alþjóðlegum trúarhátt- um miðalda.47 Athyglisvert er þó að hvergi er vikið að slíkum tegnslum í túlk- unum Bjöms Björnssonar og Péturs Péturssonar á siðnum og veldur það því að útleggingar þeirra virðast langsóttar. Tengja þeir siðinn einkum við heims- 45 Hjalti Hugason 1988: 310-314. 46 Molland 1976a: 252-253. Molland 1976b: 257. Edsman 1976: 253-256. Jakob Benedikts- son 1976: 257. Christie 1976: 258. Bjöm Bjömsson og Pétur Pétursson 1990: 115-120. Þess skal getið að ýmsar áheitakirkjur eru þekktar á Norðurlöndum ekki síst við sjávar- síðuna. Kilström. 1980: 31. Þá hefur Strandarkirkju borist áheitafé erlendis frá og eink- um frá Norðurlöndum. Jón Hnefill Aðalsteinsson 1993: 37. 47 Ámi Óla 1964: 123-142. Hjalti Hugason 1988: 132, 328-329. Árni Bjömsson 1993: 191- 197. Hér er einkum átt við fyrirbærafræðileg tengsl við áheitatrú miðalda almennt. Saga afmarkaðrar áheitatrúar verður í sumum tilvikum þó ekki rakin svo langt aftur. Svo er t.d. um þá trú sem tengd er við Strandarkirkju og er þekktust hér á landi í seinni tíð Jón Hnefill Aðalsteinsson 1993: 35-40. Magnús Guðjónsson (án árs): 56-59. 69 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.