Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 88
Jón Ma. Ásgeirsson
um, þ.e. uppskriftum, á textum þessara rita. Þannig má sjá í textasögu guð-
spjallanna hvernig skrifarar samlaga leshátt í einu guðspjalli við leshátt í öðru
guðspjalli sem hann/hún er að vinna við þá og þá stundina. Þessu kann að hafa
ráðið á stundum tiltekin ætlun en oftast trúlega næsta ómeðvituð tilraun til
að fella guðspjallatextana alla í sama horf.27
Tatían skipar sjálfum sér á bekk með sagnfestumönnum í riti sínu Oratio
ad Graecos þar sem hann snuprar Grikki fyrir allegóríska túlkun á goðsög-
um sínum og veruleik guðanna.28 í orðum hans felst um leið gagnrýni á fjölda
sagnanna og guðanna sem hann sér í mótsögn við ætlaðan einleik hinnar
kristnu goðsagnar og hins eina Guðs. Baarda heldur því fram að Tatían hafi
litið á guðspjöllin sem sögulegar heimildir (minningar) postulanna og takmark
hans hafi verið að rita samfellda sögu um líf Jesú á grundvelli hugmyndar-
innar um einingu í sögulegum og heimspekilegum skilningi. Þannig skildi þá
sannleikanum komið til skila, að áliti Baarda, en sú staðhæfing Baarda bygg-
ir augljóslega á orðum Lúkasar í formálanum að guðspjallinu (Lk 1.1-4), sann-
leika sem hlyti um leið að hafa verið beittasta vopnið í trúvörn Tatíans gegn
heiðingjunum!29 Til að ná því marki leitast Tatían í hvívetna við að forðast
endurtekningar innan einstakra guðspjalla (doublets), afmá mótsagnir (contra-
dictions) og samræma hliðstæður {parallels) á milli guðspjallanna.30
Díatessaron á Islandi?
Eins og áður getur finnst vitnisburður og þá um leið hlutar þessa mikla verks,
Díatessaron Tatíans, í ýmsum handritum og verkum frá þriðju öld og fram á
nítjándu öld. Sá vitnisburður sýnir svo ótvírætt sé að hefð Tatíans hélst við
líði nánast við hlið texta Nýja testamentisins ekki með ólíkum hætti og hin
fjölbreytta flóra apokrýfra bókmennta31 allt frá fyrstu öld og í gegnum allar
miðaldir (sbr. Tómasarsaga á íslandi32 og aðrar heilagra manna sögur33) allt
fram til nútímans.
27 T.d. Frederik Wisse, „The Nature and Purpose of Redactional Changes in Early Christi-
an Texts: The Canonical Gospels," í Gospel Traditions in the Second Century, 39-53.
28 Sj. Baarda, „Aiaówvía - Eu(i(þuv[a,“ 37.
29 Ibid., 36-47.
30 Sbr. Peterson, „Tatian’s Diatessaron," 403; Baarda, ibid., 37-39.
31 Heildarútgáfa á apókrýfum bókum Nýja testamentisins er ekki til en ítarlegasta útgáfan
er, New Testament Apocrypha, 2 Vols. (Revised ed.; Wilhelm Schneemelcher ed.; transl.
R. Mcl. Wilson; Cambridge & Louisville, KY; Clarke & John Knox, 1992 [1989]); sjá
ennfremur, The Nag Hammadi Library in English, Translated and Introduced by Mem-
bers of the Coptic Gnostic Library Project of the Institute for Antiquity and Christianity,
Claremont, California (3rd Revised ed.; James M. Robinson ed.; San Francisco, CA:
Harper & Row, 1988).
32 Sjá Þórður Ingi Guðjónsson, „Tómas postuli," Merki krossins 2 (2000): 34-35.
86