Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 100
Kristján Búason
sjálfum, bæði hjálpræðissögulegt sjónarhorn og að efnið er tengt Jesú á jarð-
vistardögum hans. Bæði sjónarhorn koma til tals í frásögunni. Utgangspunkt-
ur heimildargagnrýninnar verður að vera ýtarleg greining textans sem hluta
ákveðinna tjáskipta. Menn geta aðeins ályktað sig til aðstæðna þeirra út fá
guðspjallinu sjálfu, þá er alltaf fyrir hendi sú áhætta, að ritskýrandinn lesi inn
í textann framandi þætti úr umhverfi, sem takmarkaðar heimildir hafa varð-
veizt um, eða úr sínu eigin umhverfi. Þar sem greining textans gefur tilefni
til, geta upplýsingar um umhverfi hans varpað ljósi á hann.
Við greiningu umfjöllunar fræðimanna um frásöguna í Mt. 15.21-28 má
sjá þrjá meginflokka aðkomu þeirra að textanum.21 Fræðimenn hafa ýmist að-
hyllst 1) ævisögulega túlkun,22 sem fáir fylgja, en henni og reyndar sumum
öðrum skýringum fylgdi gjarnan persónugerð aðila (þýzk. Psychologisier-
ung),23 2) dæmisögulega (þýzk. paradigmatische) túlkun með áherzlu á tem-
að „trú,“24 „prófaða trú,“25 aðrir tala um túlkun hvatningar (þýzk. paránet-
isch-existentielle) með áherzlu á biðjandi trú og auðmýkt26 og 3) hjálpræð-
issögulega túlkun um hlutdeild heiðingjans í hjálpræði Guðs til Israels fyrir
21 Sjá Theissen 203-206, sem greinir þrenns konar aðkomu að hliðstæðunni í Mk.
22 Sjá t.d. Zahn 522-526, einkum 522, Weiss 1907, 342, telur Mt. vilja sýna, að Jesús hafi
ekki verið fljótur til að vera ótrúr þjóð sinni. Hasler 460 n. telur Jesúm hafa mætt hindr-
un í starfi sínu í Galíleu og leitað undan til staðar, þar sem hann hafi lært vilja Guðs af
kanverskri konu.
23 Fræðimenn tala til dæmis um, að konan hafi hrært hjarta Jesú, en Jesús hafi staðist þá
freistingu að bregðast köllun sinni, sbr. Zahn 523; hvað Jesús hafi hugsað, sbr. M’Neile
229-232; að auðmýkt og trú konunnar hafi hrært Jesúm djúpt, sbr. Van der Loos 413; höfn-
un Jesú, staðfesta konunnar, konan hafi sannfært Jesúm, breytt afstöðu Jesú, sbr. Hagner
442.
24 Meyer 309 undirstrikar staðfast traust konunnar, Holtzmann 1901, 255, undirstrikar trú,
segir Mt. leggja áherzlu á hið trúarlega, Schlatter 246 segir, að náðin og trúin brúi stóra
bilið, Gaechter 503 n. telur prófaða trú gefa undirtekningu og fyrirmynd, Schniewind 183
telur sterka trú yfirvinna Jesúm, Harrisville 274-287 leggur áherzlu á trú heiðingjans, en
ekki lækningu, svo einnig Neyrey 375, Grundmann 377 talar um „...bittemder Glaube”,
Gundry 316 segir frásöguna dæmi úr lífi Jesú um boðun fagnaðarerindisins til heiðingja,
Hagner 438-443 telur laun trúar fela í sér bænheyrslu um lækningu, sjá ennfremur
Verseput 18, Fornberg 304, Woschitz 322.
25 Sjá tilvísun til eldri ritskýringar hjá Meyer 309. Légasse 27 n. sér í þögn Jesú fræðslu-
tilgang ekki gagnvart konunni, heldur gagnvart lesandanum. Theissen 204, sem tekur mið
af frásögu Mk., segir sýrlenzk-fönikísku konuna réttilega vera eitt hinna stóru tákna (þýzk.
Symbole) prófaðrar trúar og vísar til Roloff 159-161. Sjá jafnframt M. Lúther, Predikun
úr föstupostillunni 1552. Guðspjall 2. sd. í föstu, Reminiscere, 12. mars 1525. Matt. 15.21-
28 (Þýðing eftir Kristján Búason). Orðið 19.1, 1985. Bls. 52-54. (=WA 17.11. 200-204).
Hugsunin um prófaða trú er innifalin í áherzlu Holmbergs á trúarundur. Sjá einnig
Schweizer 215.
26 Held 182 og 274, Luz 431.
98