Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 111
Allegóría um hlutdeild heiðinkristinna . . .
ræðið, sem Jesús, sonur Davíðs, miðlar, og er ætlað einstaklingum ísraels
húss, en utan Israels standa aðrar þjóðir, þar með talin kanverska konan og
ættmenn hennar, sem ekki hafa sama tilkall og Israel. Samlíkingin virðist
harkaleg og móðgandi.64 í samhenginu er ljóst, að orðið börn er hér notað
sem hefðbundið tákn um ísraelsmenn65 Brauðið verður hér tákn um hið
eskatologíska hjálpræði Guðs til ísraels.66 Hver liður myndorðsins fær tákn-
ræna merkingu um annað en myndin sýnir, þess vegna er notkun myndorðsins
allegorísk.67
í svari konunnar er önnur mynd af heimilishaldi. Þar er andstæðan hús-
bændur við borð og hundar, sem éta það, sem til fellur af borðum þeirra. Hér
er málefnið samkvæmt samhenginu áfram hjálpræði, sem Guð hefur gefið ísr-
ael og Jesús miðlar.68 Með því að nota mynd af borðhaldi húsbænda er und-
irstrikað, að veitandi þess hjálpræðis er Guð og að hann er veitandi bæði gagn-
vart ísrael og gagnvart heiðingjum, enda þótt þeir hinir síðarnefndu hafi aðra
stöðu líkt og heimilishunda. Þetta vekur hugrenningatengsl við framtíðarsýn
spámanna Gt., einkum Jesaja 2.2 n., um hlutdeild heiðingjanna í hjálpræði
Guðs.69 Kanverska konan viðurkennir sérstöðu ísraels, en lítur svo á, að hún,
samhengi, bænum og tilbeiðslu ekki án heiðurs. Um notkun mynda með hundum hjá rabb-
inum sjá Strack-Billerbeck 722-726. Theissen 203, aths. 3, telur notkun rabbína sýna, að
orð um hund sé tákn um heiðingja. En Luz 436 telur hunda ekki nauðsynlega hafa ver-
ið viðtekna metafóru fyrir heiðingja, mismunur Gyðinga og heiðingja sé fyrir hinn gyð-
ingkristna Mt. grundvallandi, þetta sé ekki spuming um tímasetningu heiðingjatrúboðs-
ins. í Didache 9.5 er vitnað til orða Jesú í Mt. 7.6 um að gefa ekki hundum það, sem
heilagt er, í sambandi við að aðeins skírðir til Jesú Krists eigi aðgang að kvöldmáltíð-
inni.
64 Þetta er undirstrikað af mörgum ritskýrendum eins og Gnilka 31, Holmberg 173, Ringe
69 og er erfitt að skýra. Zahn 524 telur í þessu samhengi ekki vera um skammaryrði að
ræða í þessu samhengi. Grundmann 377 dregur í efa, að um skammaryrði sé að ræða, þar
sem menn hafi þekkt heimilishunda. Luz 436 bendir á, að samlíkingin fái aðeins merk-
ingu, ef um heimilishunda og böm sé að ræða, hún sé ekki fyrirlitleg, af því að hundar
séu svo sérstaklega vesöl dýr, heldur af því að konunni sé líkt við hund og ekki bam.
65 Sjá Oepke 636-653, einkum 637 n og 651.
66 Jeremias 1965 118, aths. 2, vill hér túlka brauð sem tákn eskatologískrar máltíðar, sjá
einnig Jeremias 1967, 225 n. Hagner 442 sér hér einnig tilvísun til hinnar eskatologísku
máltíðar. Öðruvísi Klauck 280, sem telur Mt. ekki hafa í huga neina táknræna merkingu
brauðs, þar sem um sé að ræða vandamál gyðinga og heiðingja í söfnuðinum, hann skerpi
andstæðurnar og veiti hér bersýnilega gyðingkristinni hefð viðurkenningu. Bonnard 233
telur ósennilegt, að hér sé vísað til kvöldmáltíðar, þar sem heiðingkristnir hafi verið úti-
lokaðir.
67 Gnilka 31.
68 Ringe 68 og 155, aths. 8, bendir á, að hugsunargangurinn tengist fyrst og fremst heimil-
ishaldi og aðeins í öðru lagi hjálpræðissögu, en það gerir hann með hliðsjón af Mk.
69 Sjá nánar Jesaja 2.2 n. og útfærslu í Sak. 8.20-23, þar sem heiðingjarnir leita hlutdeild-
ar í hjálpræði Guðs til ísraels, sbr. Harrington 237, Prokorný 326, Hagner 442 vísar til
109