Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 112
Kristján Búason
sem tilheyrir þjóð, sem Jesús er ekki sendur til, njóti hjálpræðis Guðs eins og
hundarnir njóti molanna af borðum húsbændanna. Með tilliti til fyrri mynd-
arinnar er hér jafnframt áréttað, að ekki sé tekið neitt á kostnað annars. Þá
ber að vekja athygli á, að konan viðurkennir sig ekki sem hund.70 Einnig hér
er notkun myndorðsins allegórísk.71
I framhaldi af þessari allegórísku notkun hefur verið spurt, hvar sé að finna
heiðingja undir borðum, sem neyti þess, sem af fellur. Svarið hafa menn fund-
ið í Gt. í Dóm. 1.5-7, þar sem segir frá Adoni Bezek, konungi Kananaíta, sem
þeir Júda og Símon handtóku og létu safna saman molum undir borðum sín-
um („...ouWéyouTes- tó úttokóto Tfjs- TpaTréCr|S" pou.)72 eins og hann
hafði gert við sína fanga.77 Hér gæti verið um rökfærslu og túlkun að ræða
almennra hugmynda hluta Gyðinga um að réttlátir heiðingjar muni njóta gnægta bless-
unar hinna síðustu tíma. Harrington 235 vísar til þess, að Guð næri bæði ísrael og heið-
ingjana.
70 Luz 436 telur konuna nota myndina til þess að andmæla Jesú. bendir jafnframt á, að hún
noti ekki orðið hundur um sig eða sýni þar með sérstaka auðmýkt, það væri framandi hug-
mynd um auðmýkt. Hann andmælir þar Agústínusi, Sermo 77.11. Downing 140 n. og 147
n. telur frásöguna að minnsta kosti upphaflega hafa notað kýniskan topos og vísar til fjölda
dæma, þar sem menn hafi sætt sig við notkun orðsins hundur, kúwv, um sig. Bls. 142
„...the dominant thrust is clearly the cynic topos „dogs of the table.““
71 Lohmeyer - Schmauch 255 telur meiri samkvæmni í myndunum hjá Mt. en Mk., hús-
bændur næri bæði börn og hunda. Dermience 42 vekur athygli á, að Mt. breyti í v. 27 frá
Mk. með því að tala um húsbændur í stað barna, það sé lögfræðilegra orðalag, þar sem
húsbændur séu eigendur. Focant 58 telur hér réttilega, að heiðingjamir, Kwdpta, fái hjálp-
ræðið, (jmxtwv, ekki frá Israel, TTatSíwv, heldur frá Guði og Kristi, Kupíwv, og vísar til
Légasse 38, sem telur, að í Mt. sé ekki að finna miðlun fagnaðarerindisins til heiðingj-
anna um Gyðingdóm (38, aths. 84) eins og í fyrri hluta Postulasögunnar, sjá sömuleiðis
Klauck 280. Við þessa túlkun er það að athuga, að hvergi kemur fram í textanum ann-
að en að hjálpræðið sé eitt, sem gefið er í Jesú Kristi. Luz 436 túlkar seinni myndina,
sem sé í samræmi við hið daglega líf, gagnvart hinni fyrri svo, að hundamir fái ekki sama
og börnin (og vísar þar til Aristoteles, sbr. aths. 62 hér aðframan), náðartilboð hins upp-
risna gagnvart heiðingjum sé ný ráðstöfun hins upprisna (435). Gagnvart þessari túlkun
er það að athuga, að hlutdeild í hjálpræðinu er samkvæmt Mt. á sömu forsendum fyrir
alla, það er fyrir trú á Jesúm Krist. Gundry 316 telur húsbændur tákna Jesúm og molana
tákn fyrir borð Drottins og vísar til 1. Kor. 10.21 og Mt. 14.13-21. En hér er samkvæmt
samhenginu eðlilegra að túlka þannig, að húsbændur standi fyrir Guð, gjafarann, og mol-
amir í víðasta skilningi fyrir hjálpræðið.
72 Orðalag hliðstæðunnar hjá Mk., „...Kal tó Kwdpta ÚTroKdTO Tfj? TpaiTéC'ns'
éaSíouaiv ötto twv (jiixíwv twv TratSlwv," hefur skýrari skírskotun til Dóm 1.6-7.
73 Sjá Storch 256 n., sem gengur út frá texta Mk. og Derrett 161-173. Theissen 224, aths.
57, er á öðru máli og útilokar slíka biblíuþekkingu hjá konu, sem ekki sé Gyðingur. Hann
telur mögulegt, að svar konunnar feli í sér almennt orðfæri og vísar til Philostratus, Vita
Aopollonii 1.19, þar sem talað er um söfnun orða Apolloníusar í líkingu við að hundar
nærist af því, sem tilfellur af veizlu: „...toIs' Kuaí...Tots' atToupévots' to éKTTÍTTTOVTa
rrjs' 8ltó?.“
110