Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Qupperneq 122
Kristján Búason
upphafni drottinn safnaðarins,* * 111 sbr. t. d. ávarp lærisveinanna í frásögunni
um Jesúm og lærisveinana í storminum, „Drottinn frelsa þú,“ „KÚpie acoaov,“
Mt. 8.25.112
Jesús talar um sig sem þann, sem hefur verið sendur af Guði aðeins til
týndra sauða ísraels húss og vekur þannig hugrenningatengsl við spádóma
Ezek. 34 um hirðinn Davíð og hjálpræði Guðs til handa týndum sauðum Isra-
els húss.113 í samræmi við það sinnir Jesús ekki í fyrstu hrópi konunnar, v.
23a, sem er af heiðnum uppruna,114 síðan virðist hann telja, að það sé óvið-
eigandi að verða við beiðni hennar, v. 26b. Hann virðist koma móðgandi fram
við konu, sem leitar til hans í bæn. En í lokin og í framhaldi af skilningsríku
svari hennar fer hann viðurkenningarorðum um mikla trú hennar og lýsa yfir
því, að vilja hennar verði framgengnt. Jesús reynist jákvæður í garð konunn-
ar. Hann hefur síðasta orðið í orðaskiptum þeirra. Myndugleiki hans er ótví-
ræður og hans er mátturinn.
Manngerð konunnar
Manngerð konunnar er einnig lítt samsett. Hún er kona, ónafngreind. Mann-
gerð hennar fellur að hlutverki hennar að biðja um miskunn og hjálp sér til
Jesú sem syni Davíð í frásögum af frelsandi verkum Jesú. Þetta hefur samkvæmt Patte
228, aths. 26, verið undirstrikað af Kingsbury, J. D., Son of David. Journal of Biblical
Literature 95 (1976). Bls. 601. Downing 143 segir, að gera þurfi ráð fyrir, að Jesús hafi
litið á sig sem græðara (ensk. healer) samkvæmt gyðinglegum og kýniskum skilningi á
mannlegri velferð.
111 Bornkamm 1960. Sjá Lohse 490-491, sem bendir á, að söfnuðurinn viti, að Jesús, sem
hafi starfað á jörðunni sem sonur Davíðs, sé drottinn og Guðs sonur (Mt. 22.41-46), sem
sé gefið allt vald á himni og jörðu (Mt. 28.18).
112 Sbr. LXX Ps. 117.25 (118.25) „ KÚpie awoov 6f),...“ Dermience 33 bendir á, að
ávarpið „KÚpte“ komi einu sinni fyrir í Mk., en 19 sinnum fyrir í Mt. hjá lærisveinum,
hjálparbeiðendum og hjá þeim, sem nálgast Jesúm með trú, það hafi talsvert guðfræði-
legt vægi í Mt. og vísar í því sambandi til Kingsbury, J. D., The Title „Kyrios" in Matt-
hew’s Gospel. Journal of Biblical Literature 94 (1975). Bls. 248. Woschitz 325 gengur
út frá aðgreiningu heiðingkristni og gyðingkristni og segir ávarpið „KÚpte" vitna um heið-
ingkristna játningu, 323 telur hann Mt. ganga út frá heiðingkristinni kristsfræði, Jesú sem
syni Guðs þegar í fortilveru (Mt. 11.25-30), sem menn falli fram fyrir. Meier 398 segir,
að í Mt. sé ávarpið „KÚpte“ notað gagnvart Jesú af sannalega trúuðum og ávarpið „útös-
Aau(6“ af jaðarfólki samfélagsins, sem ekki sé reiknað með, en sem viðurkenni messías
ísraels, sem forysta ísraels hafi hafnað.
113 Lohmeyer-Schmauch 254 telur þessi orð setja Jesúm í röð spámannanna, að baki standi
Ezek. 34 og kristsfræði tengd þjóninum Davíð.
114 Lohmeyer-Schmauch 256 setur þögn Jesú í samband við leynd mannssonarins. Ringe 69
gefur í skyn, að Jesús hafi getað verið langt niðri!
120