Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 127
Allegóría um hlutdeild heiðinkristinna . . .
stuðzt við þá skilgreiningu á allegóríu, sem kemur nærri greiningu textans út
frá þeirri bókmenntafræðilegri aðkomu, sem hér hefur verið notuð. Samkvæmt
þeirri skilgreiningu er allegóría samin þannig, að hún gefi merkingu í tveim-
ur samsíða stigum. Annað mætti kalla grunnstig, en hitt hliðstætt stig. Ein-
stakir liðir allegóríu verða sjálfstæð tákn eða metafórur (myndhverfingar).135
Þegar hliðstæða stigið verður ríkjandi í framsetningunni glatar grunnstig frá-
sögunnar fullri samsvörun við almenna reynslu manna af því stigi.
Þar sem frásagan er framsett sem allegóría, tákna héruð Týrusar og
Sídonar með íbúum sínum heiðnar þjóðir, kanverska konan kristnar konur og
jafnvel karla af heiðnum uppruna, sem bera börn sín eða ættmenn sína fyrir
brjósti og rennur til rifja undirokun þeirra undir andaverum hinna heiðnu trú-
arbragða.136 Tengsl við aðstæður Mt. í Sýrlandi eru möguleg.137 Það, að Jesús
markað timabil, sem sé miðlægt í sögulegri framvindu, heldur í heildarsýn: Jesús, drott-
inn og messías spanni hið liðna, nútíð og framtíð þessarar frásögu („...mais comme un
moment synthetique: Jésus, Seigneur et Messie, accomplit le passé, le présent er le fut-
ur de cette histoir.“).
135 Sjá Abrams 4-5, sem skilgreinir allegóríu þannig: „An allegory is a narrative in which
the agents and action and sometimes the setting as well, are contrived so as to make coher-
ent sense on the ‘literal,’ or primary level of signification, and also to signify a second,
correlated order of agents, concepts, and events." Abrams gerir ráð fyrir tveimur tegund-
um launsagna, „historical allegory" og „allegory of ideas.“ Frásagan hér hjá Mt. fellur
helzt undir fyrri tegundina, sem Abrams skilgreinir á eftir farandi hátt: „Historical and
political allegory, in which the characters and actions that are signified literally in turn
signify, or ‘allegorize’, historical personages and events.“
Klauck 354 skilgreinir allegóríu þannig:„Die Allegorie ist eine rhetorische und poet-
ische Verfahrensweise, die zu den wenigen grundlegenden Modi zahlt, die bei der Text-
production angewant werde können. Sie kostituiert selbst keine eigene Gattung, sondern
geht mit den verschiedensten Gattungen, nicht zuletz mit parabolischen Kleinformen wie
Gleichnis und Fabel, eine mehr oder minder enge Verbindung ein. Ihr Effekt besteht dar-
in, dass sie den Texten eine symbolische Dimension verleiht. Ein wichtiges Aufbauelem-
ent des Allegorischen sind Metaphem jeglicher Art, besonders koventionalisierte Metap-
hem.“ Sjá einnig bls. 353, aths. 72, þar sem hann heldur því fram, að einkenni formflokk-
unar kraftaverkafrásagna og líkinga haldist venjulega jafnvel í textum, sem í ríkum mæli
sýni einkenni allegóríu.
136 Loisy 972 telur kanversku konuna tákna hellenistíska kristni, sem viðurkenni Jesúm sem
Messías.
Kilpatrick 119 skrifar almennt um Mt., að trúboð gagnvart heiðingjum hafi verið skil-
yrðislaust viðurkennt og þar með heiðingkristni sem staðreynd.: „The evidence as a whole
may be taken to suggest that the mission to the Gentiles was accepted without reservation
and with it the fact of Gentile Christianity - On the other hand the distinction between
Judaism and paganism had become the distinction between Christianity and paganism.“
Gnilka 32 bendir á, að heiðingjatrúboðið hafi þegar verið veruleiki fyrir Mt. Sjá einnig
Woschitz 327 n. Focant 55 lítur svo á, að það sé hinn heiðni heimur, sem komi til Jesú í
mynd kanversku konunnar, sem komi út frá hinu heiðna svæði.
137 Bonnard 231 telur söfnuð Mt. staðsettan á þessu svæði. Kilpatrick 132 n. telur staðsetn-
125