Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 129
Allegóría um hlutdeild heiðinkristinna . . .
Sögumaður guðspjallsins vill með þessari frásögu koma því til skila við
viðtakanda sinn, að hinn upprisni drottinn Jesús Kristur heyrir bæn hinnar
heiðingkristnu konu um hjálp í umhyggju hennar fyrir dóttur sinni og veiti
bœn hennar framgang vegna trúar og trúarskilnings hennar á hlutdeild heið-
ingjans í hjálprœði Guðs til Israels. Kanverska konan er jafnframt ein af hin-
um heiðingkristnu og sem slík fulltrúi þeirra. í frásögunni er fólgið fyrirheiti
um bænheyrslu drottins Jesú Krists.143 Frásagan er hluti fagnaðarerindis-
ins.144 Þetta er í fullu samræmi við áherzlu á fulltingi hins upprisna drottins,
sem er með söfnuði sínum, samanber niðurlag guðspjallsins, 28.19, þar sem
hinn upprisni segir við lærisveina sína: „Farið og gjörið allar þjóðir að læri-
sveinum...og sjá ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“145
Þessi frásaga hefur að forsendu umræðu safnaðar um stöðu hinna heið-
ingkristnu, þar sem heiðingkristnir bera umhyggju fyrir ástvinum sínum og
reka trúboð meðal heiðingja, og hún sýnir mikla trú og trúarskilning á stöðu
kristins manns af heiðnum uppruna í hjápræðisáætlun Guðs.146
Held 189, Gnilka 32, eða fjalla um aðskilnað gyðingkristinna og heiðingkristinna, sbr.
Burkill 171, eða veita heiðingkristnum aðgang að söfnuðinum, sbr. Harrisville 276, 285,
eða láta konuna staðfesta forgang ísraels, sbr. Trilling 83, eða gefa forspil, segja frá und-
antekningu, en ekki gefa fordæmi, sbr. Loisy 977, eða gefa „tákn“ um komandi náð gagn-
vart heiðingjum, sbr. Luz 435, eða vörn fyrir afstöðu Jesú til heiðingjatrúboðs, sbr. Roloff
161 og aths. 201. En Roloff hefur rétt í því, að sögumaður vill gera viðtakandanum skilj-
anlega stöðu hans. Það er ekki heldur fyrst og fremst verið að leysa spennuna, sem veru-
leiki hlutdeildar heiðingjans í hjálpræðinu fyrir trú hlýtur að hafa vakið, gagnvart send-
ingu Jesú eins og Frankemölle 114 leggur áherzlu á.
143 Held 275 n. Hér má einnig greina tilvísun til orða Jesú fyrr í Mt. 7.7, „Biðjið og yður
mun gefast."
144 Sjá í þessu sambandi Woschitz 319, sem bendir á, að guðspjöllin framsetji frásögur af
fundi fólks og Jesú Krists þannig, að þær verði virkar fyrir áheyrendum boðskaparins.
„Was erinnert wird, wird in riickwartiger Richtung und nach vorne hin wiederholt. Denn
die Verkúndigung ist ein „Áussern“ des „Erinnerten" zu neuen „Er-Innern.““ Á bls. 326
telur hann frásöguna vera fyrirfram lýsingu þess, sem í trúnni felist, með orðum Jesú í
Mt. 15.28 verður konan fyrirmynd (þýzk. „Prototyp") heiðingjans, sem trúi fagnaðar-
erindinu, sbr. Gnilka 32.
145 Jeremias 20 n. vekur athygli á ritningarstöðum í Mt., sem í orðum Jesú gera ráð fyrir heið-
ingjatrúboði lærisveinanna, en um sé að ræða umtúlkun eða viðbætur guðspjallamanns-
ins. Andstæðurnar leysir hann, bls. 42-67, með tilvísun til eskatólogíunnar og fyrirheita
um komu hinna heiðnu þjóða til fjalls Guðs. Sjá einnig Scott 161 n., sem vísar til Clark
2, sem segir „The gentile bias is the primary theme in Matthew." Frankemölle 7-83, sam-
antekt bls. 79-83, sýnir, að þetta „með yður“ er hluti af guðfræði hins nýja sáttmála hjá
Mt. með fyrirmynd í Gt.
146 Dermience 48 telur sennilegt, að í frumkristni hafi tilteknir einstaklingar spurt sig, hvern-
ig alheimshyggja kirkjunnar væri samrýmanleg sögulegum forréttindum Israels, sam-
kvæmt Mt. 15.21-28 hafi guðfræðileg lausn fundist hjá Jesú, drottni og Messíasi ísraels,
sem staðfesti trú heiðingjanna, frásagan vitni um umhugsun um kristsfræðilegan grunn
127