Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 130
Kristján Búason
Frásagan vitnar einnig um þá skoðun sögumanns, að Jesús hafi á jarðvist-
ardögum sínum mætt kanverskri konu og orðið við bæn hennar.147
alheimshyggju kirkjunnar, þannig undirbúi höfundur Mt. trúboðsskipunina í Mt. 28.19.
Légasse 39 n. telur Mt. svara spurningunni, hvernig standi á því, að heiðingjarnir hafi
orðið hluttakendur í hjálpræðinu, með því að vísa til trúar þeirra, sem sé svo mikil, að
hún veiti gjöf miskunnseminnar. Hann segir, að aðkoma Mt. sé hvorki trúboðslegs eðlis
né kirkjulegs eðlis, hann telur boðun fagnaðarerindisins einfaldlega tilheyra kristninni,
en frásagan endurspegli reynslu Mt. og frumkvöðla kristninnar, þegar heiðingjarnir
streymdu að sýnagógu og kirkju. Sjá ennfremur Clark 1-8, einkum 2 og 8, sem telur heið-
ingkristna aðkomu einkenna Mt. í söfnuði, þar sem meirihlutinn var að verða heiðing-
kristinn. „But the assurance that the gentiles have displaced the Jews is the basic messa-
ge and the gentile bias of Matthew.11 Þetta dregur Roloff 1993, 151 nn. í efa, 153 n. stað-
hæfir hann, að ekki sé um algjört rof að ræða milli ísraels og kirkju, Mt. haldi ekki fram
blönduðum söfnuði heiðingkristinna og gyðingkristinna, heldur einhverju nýju. Svipaða
afstöðu tók Poul Nepper-Christensen, Das Mattháusevangelium ein judenchristliches
Evangelium? [Acta Theologica Danica I]. Aarhus, Universitetsforlaget i Aarhus 1958, sbr
Gerhardsson 104, sem rekur efni ritgerðarinnar og segir sjóndeildarhring guðspjallsins
almennan, „Horisonten ar klart og programmatiskt „almannelig." Woschitz 330 n. og 323
telur Mt. ganga út frá heiðingkristinni kristsfræði og með Trilling 83 og Strecker 108, að
söfnuðurinn sé heiðingkristinn, en með guðfræðilegri umfjöllun sé reynt að endurvekja
hinn gyðingkristna grundvöll heiðingkristinnar guðfræði og sýna, að hann sé afgerandi
fyrir hjálpræðið. Russell 267 vísar til Frankemölle 114, sem geri ráð fyrir að söfnuður
Mt. sé blandaður, en Mt. vilji undirstrika, að Guð sé trúr sáttmála sínum og fyrirheitum
hans, enda þótt ísrael hafi hafnað fagnðarerindinu. Það skal hér jafnframt áréttað, að
Frankemölle 141 telur Mt. hafa heiðingkristna afstöðu, en hann sé undir áhrifum frá sögu-
legri guðfræði 5. Mós. Fyrirheiti guðs til Israels eru uppfyllt í kirkju, sem samanstendur
af öllum þjóðum, samtímis telur hann, að Mt. undirstriki trúfesti Guðs við Israel.
147 Af formi frásögunnar einu sem allegóríu verður ekki ályktað um sagnfræðilegan uppruna
hennar. Það er utan sviðs þeirrar bókmenntafræðilegu aðkomu, sem hér er fylgt, að leita
svars við spurningu um uppruna. En hér skal getið tveggja ólíkra úrlausna. Hliðstæðan í
Mk., sem almennt er talin eldri, sýnir allegóriska drætti, sjá Klauck 273-280, sem eink-
um tekur til umfjöllunar það, sem hann kallar „Das dialogisierte Bildwort..." í Mk. 7.27-
28. Hann telur þessi vers standa innan útgáfueiningar Mk. Hann er þeirrar skoðunar, bls.
277, að hvorki myndorðið né atvikið, sem myndar ramman og myndorðið sé óaðskiljan-
lega tengt, verði rakin til Jesú, frásagan beri of skýr merki deilna um heiðingjatrúboðið,
sem að talsverðu leyti hafi verið um þátttöku í samfélagsmáltíðinni. En ef horft er fram-
hjá hinni útfærðu tveggjaheimildakenningu um innbyrðis samband samstofnaguðspjall-
anna eins og gert er hér í þessari umfjöllun verður ekki með neinni vissu ályktað til eldra
forms frásögunnar. Hina tortryggnu afstöðu má fyrst og fremst rekja til Bultmanns. Bult-
mann 39 telur frásöguna ásamt 8.3-13 hafa myndazt í söfnuðinum, „...ideale Szene hand-
elt, die man als Gemeindebildung betrachten muss; auch wird sich kaum Jemand fúr die
Geschichtlichkeit der Femheilung einsetzen.“ Gnilka 32 telur mögulegt, að hér sé að baki
minning um lækningu dóttur heiðinnar konu, sbr. hliðstæðuna í Mk., og vísar til F. Hahn,
Das Verstandnis der Mission im NT. Neukirchen 1963. Bls. 24. Holmberg 174 n. telur
frásöguna sögulega, því að erfitt sé að fella hana að mynd guðspjallanna af Jesú. Fleiri
ritskýrendur telja frásöguna greina frá undantekningu í lífi Jesú, sbr. Loisy 977, Trilling
84, Gundry 313. Russell 279 telur enga ástæðu til að álíta annað en að sögulegur fund-
ur Jesú og kanverskrar konu hafi átt sér stað. Downing 143 telur út frá „criticism of
128