Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 150
Pétur Pétursson
Tengsl félagsfræði við aðrar greinar hugvísinda eru hér grundvallaratriði.
Það má t.d. segja að nútíma félagsleg mannfræði (social anthropology) sæki
helstu vopn sín í búr frumkvöðla félagsfræði eins og Frakkans Emile Durk-
heims sem lifði og starfaði á áratugunum fyrir og eftir 1900. Mörkin á milli
einstakra greina félagsvísindanna eru heldur ekki fastmótuð - sem betur fer
má segja. Durkheim var t.d. fyrst prófessor í uppeldisfræði og hann lagði
grunninn að mannfræðinni eins og hún hefur verið stunduð í hinum
anglósaxneska heimi og má þar helst nefna áhrif frá Mary Douglas. Kenn-
ingar Durkheims eru á sinn hátt einnig undanfari struktúralismans franska eins
og Claude Lévi-Strauss útfærði hann. Þær eru sá grundvöllur sem hugmynda-
sögufræðingurinn Michels Foucault stendur á þó svo það sjáist ekki á yfir-
borðinu, þ.e. tilvísunum Foucaults í ritum sínum. Foucault hefur haft mikil
áhrif á bókmenntafræðinga og umræðu alla um póstmódernisma.* * 3
Kenningar Durkheims hafa verið þróaðar af félagsfræðingum sem leggja
áherslu á „socio-linguistik“, sérstaklega Bretans Basils Bemsteins sem ein-
beitti sér á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar að rannsóknum á málnotk-
un og samskiptaformum. Áðurnefnd Mary Douglas, sem stundaði kerfisbund-
inn samanburð á svokölluðum frumstæðum og nútíma þjóðfélögum, lagði
grunninn að mikilvægu framlagi félagsvísinda til rannsókna á merkingu
fornra texta. Saman hefur þeim tekist að mynda brú milli fornaldartexta og
nútíma hugsunarháttar. Samvinna þeirra hefur getið af sér módel af gagn-
kvæmum áhrifum heimsmyndar, valdakerfis, tjáskipta og merkingarsviðs
hugtaka.
Þessi módel hafa orðið biblíufræðingum efniviður og lykill að skilningi
og túlkun á trúarlegum grundvallarhugtökum. Með aðferðafræði félagsvísind-
anna komumst við nær skilningi á merkingarsviði grunnhugtaka, boðskap og
mikilvægum blæbrigðum í textunum. Við höfum öðlast betri möguleika á að
skilja hugsunarhátt þess samfélags og þeirra hópa sem textarnir urðu til í, til-
gang þeirra og forsendur.4
visible Religion. New York. Mary Douglas 1984: Purity and Danger. Ark Paperbacks.
London. Mary Douglas 1982: Natural Symbols. Pantheon Books, New York.
3 Hér á landi hefur Matthías Viðar Sæmundsson bókmenntafræðingur beitt þessari grein-
ingu með góðum árangri á íslenska menningarsögu. Helstu rit Foucults sem hér ber að
nefna eru History ofMadness (kom fyrst út a frönsku 1961) og Discipline and Punish-
ment (kom fyrst út 1975).
4 Bruce J. Malina 1993: The New Testament World. Insights from Cultural Anthropology.
Revised Edition. Westminster/John Knox Press. Malina byggir á þeim skóla innan félags-
fræði þekkingar sem rekja má til Durkheims og Mary Douglas, en Theissen byggir rann-
sóknir sínar fremur á Max Weber, Karli Marx og Peter Berger. Gerd Theissen 1993: Soci-
al Reality and the Early Christianity. Theology, Ethics and the World of the New Testa-
ment. T&T Clark, Edinburgh.
148