Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 153
Guðfrceðin og aðferðir félagsfrœðinnar
áhrifa, sem er milli veraldlegra og efnislegra þátta mannlífsins annars vegar
og handanveruleikans, veruleika trúarinnar hins vegar.10
Þannig má segja að trúarhiti og meinlætaviðhorf kalvínista og púrítana
hafi leitt til þeirrar óvæntu niðurstöðu að samfélag manna afhelgaðist, hafi
orðið sekúlariseringunni að bráð eins og sumir segja. Við athugum þá kenn-
ingu betur hér á eftir.
V
Félagsfræðingurinn og sagnfræðingurinn Róbert Bellah hefur leitast við að
beita aðferð þekkingarfélgsfræðinnar á tengsl þróunar trúarhugmynda manns-
ins og menningar og samfélag gegnum árþúsundin.* 11 Hann bendir t.d. á þá
athyglisverðu tilgátu að menn hafi fyrst farið að gera sér grein fyrir handan-
veruleika og eilífu gildi sálarinnar - og þar með kjarna hvers einstaklings -
þegar ákveðin regla var komin á mannlegt samfélag. Hér styðst Bellah að
miklu leyti við hugmyndir, sem Emile Durkheim setti fram á sínum tíma í
tveimur grundvallarverkum sínum, Division of Labor sem fyrst kom út á
frönsku árið 1893 og The Elementary Forms of Religious Life sem út kom
1912.
Regla (social order), verkaskipting og viðmið í mannlegum samskiptum
sem öll þróun og breyting byggist á, hefur að forsendu að til séu varanleg gildi
og veruleiki handan hins síbreytilega efnisheims. Handanveruleiki trúarinn-
ar er trúuðum varanlegur, raunverulegur og felur í sér eilíft gildi. Þess vegna
gátu menn haft gild viðmið í athöfnum sínum, samskiptum, jafnvel þekking-
arleit, leitinni að öruggri vissu um lögmál náttúrunnar og samfélagsins. Trú-
in á einn guð allra manna, skapara himins og jarðar, var þá forsenda þess að
allir menn ættu sér sameiginleg viðmið og væru jafnmikils virði, jafnir fyrir
augliti guðs þó svo að þeir búi við mismunandi kjör, njóti ekki sömu virð-
ingar og hafi mismikil völd. Setja má fram þá spurningu hvort þessi kenning
Durkheims og Bellah sé ekki orðin sekúlariseringunni að bráð eins og kenn-
ing Webers um uppruna kapítalismans. Við reglu, hefðum og viðmiðum í
verkaskiptingu hefur afstæðishyggja og óskapnaður tekið við sem stundum
er nefndur póstmódernismi. En hefur það sem trúaðir menn kalla veruleiki
trúarinnar horfið að sama skapi? Til þess að nálgast þessa spurningu verðum
við að fara aftur til hugmynda upplýsingarinnar en félagsvísindin eru skilget-
ið afkvæmi hennar.
10 Mircea Eliade 1959: The Sacred and th Profane: The Nature ofReligion. Harcourt, Brace.
New York.
11 Robert Bellah 1964: „Religious Evolution". American Sociological Review. Árg. 29. S.
358-374.
151