Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 180
Jón Ma. Asgeirsson
að hafna hugmyndum Kýnikea byggðum á hugmyndum um persónulegt sjálf-
stæði (autárkeia), meinlætalifnað (áskesis), blygðunarleysi (anaídeia), og
áræðni (parresía).2 Með öðrum orðum þá átti frumkvæði Díógenesar frá
Sínópe (400-325 f. Kr.) eða Cratesar (365-285 f. Kr.) ekki fyrir að liggja að
verða grundvöllur alvarlegrar hugsunar á fjórðu öld f. Kr. eða tíma nýrra heim-
spekistefna eins og Dudley lýsir þessu tímabili. Framlag þeirra og annarra
hlaut að farast í niðurlægingu næstu aldar á eftir jafnt í meðför Kýnikea eða
þeirra sem lögðu hugmyndir þeirra til grundvallar sinni eigin heimspeki.
Minna virðist fara fyrir Kýnikeum síðustu tvær aldirnar f. Kr. Dudley hef-
ir skýringar á reiðum höndum hvers vegna svo muni verið hafa. Hann telur
að á meðal Kýnikea hafi enginn komið fram sem haft hafi til að bera persónu-
eiginleika Díógenesar og Cratesar eða þeirra sem hann eignar upphafið af
þessari dauðadæmdu heimspeki eins og Dudley lýsir örlögum hennar í hönd-
um og huga eftirkomenda þessara frumkvöðla, meistaranum og fyrsta læri-
sveininum. Aðra ástæðu þessa telur Dudley liggja í því að Kýnikea hafi all-
ar götur skort hugmyndafræðileg kerfi á borð við þau sem finna má í verk-
um klassísku heimspekinganna og síðar á meðal Epíkúrista. Slík kerfi telur
hann enda nægjanleg til að halda þeim við og til að þau megi þróast. Heim-
speki Kýnikea hafi þvert á móti átt allt undir einstökum persónum eða öllu
heldur persónugerð hins vitra frömuðar (sofós). Kýnískar kenningar, heldur
Dudley fram, skortir alla framsetningu (lógon didónai) og standa og falla með
persónuleik hinna einstöku heimspekinga af þessari hefð - án þessara þátta
er ekkert eftir sem hefir skynsamlega tilhöfðun að mati Dudley. Þá telur hann
til þá staðreynd að dónaskapurinn sem Kýnikear voru oftla frægir fyrir hafi
ekki lengur kallað á athygli og hann ber það saman við félaga í kommúnista-
flokknum á Bretlandseyjum á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina, „Vér álít-
um fyrir löngu að talsmaður kommúnistaflokksins sé orðinn samofinn stál-
bekkjunum í Hyde Park fremur en að vera ármaður rauðu byltingarinnar.“
Loks álítur Dudley að rómversk áhrif á helleníska menningu hafi hreinlega
hafnað því sem hann auðkennir sem siðlausa kenningu og breytni Kýnikea.3
Samt sem áður getur Dudley ekki nema viðurkennt að áhrifa Kýnikea hafi
gætt í Róm enda þótt hann telji að þau hafi fyrst of fremst birst í hátterni far-
andprédikara sem voru áberandi í menningu Rómarborgar. Þar sér Dudley ein-
kenni ræðu Kýnikea í úthúðunartali (datribé) og hátterni og skiptir þar engu
að þeir sömu kalli sig Stóíkea. í Grikklandi á sama tíma, heldur Dudley áfram,
er ekki að finna nema einstaka vitnisburð um heimspekinga af flokki Kýni-
2 Ibid., 96-109.
3 Ibid., 117-118.
178