Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 183
Kýnikear og kanónar: Heimspeki í skugga Platóns
Bréfum Kýnikea að Malberbe finnur frekari undirstrikun á þessum mun sem
svo vel kemur fram í „Demonax“. í nokkrum bréfum eignuðum Díogenesi og
Cratesi er lýst hinum miskunnarlausa Kýnikea. Sá einstaklingur leggur sig
ekki niður við kræklóttar rökfærslur heimspekikenninga heldur sneiðir hjá
þeim í snarpri framsögn upp á klæddur að fátækum hætti Kýnikea. Þessi per-
sónugerð er „óeftirlátssöm við sjálfa sig, sjálfum sér nóg, full sjálfstrausts,
trú skynseminni, og loks hugdjörf gagnvart iðkun dyggðanna,“ eins og Mal-
herbe tekur til úr sjötta bréfi. Þessi persónugerð skeytir engu um allt og ekk-
ert og sýnir óendanlega þrautseigju þar sem aðrir guggna frammi fyrir vanda-
málum lífsins. Hófsamri persónugerð Kýnikea er t.d. að finna stað í „Bréf-
um Sókratesar," eins og Malherbe vitnar til, þar sem því er haldið fram að
slíkur einstaklingur beri virðingu fyrir hinum harðsnúna Kýnikea enda sé lífs-
stíll hans/hennar fullur vísdóms. Um leið ver sá sami sinn eigin lífsstíl á
grundvelli þess að sé mannlegri og um leið örum hjálplegri.10 Loks fjallar
Malherbe um afstöðu Kýnikea til trúarbragða. Þar sem oftar kennir ólíkra við-
horfa og má í Bréfum Kýnikea hvort tveggja sjá jákvæða afstöðu og neikvæða
til trúar og trúarbragða.* 11
Ahrif Kýnikea
Áður hefir verið getið um áhrif Kýnikea á árunum í kringum upphaf hins nú-
tímadagatals. Þannig benti Dudley á að áhrif Kýnikea hefði t.d. mátt greina
í fari og hegðun farndaprédikara í Róm eða í hellensíksum ritverkum og skáld-
skap. Ekki er fyrirlitning Dudley á áhrifum Kýnikea minni í þessu samhengi,
hann segir:
Rétt eins og dýr merkurinnar, þá hafa bókmenntaform tilhneigingu til að komast
lífs af með því að aðlaga sig nýju umhverfi. Þróun bókmenntaforms hundrakk-
anna er fyrst og fremst tilraun til að aðlaga bókmenntaform götuheimspekinnar,
sem nú er eignuð Sókratesi, kringumstæðum hins helleníska heims.12
Samtöl (dialogoí) Sókratesar, segir Dudley, urðu rótin að samræðuformum (di-
alektikaí) Platóns sem hann telur einhvert stærsta bókmenntaafrek allra tíma.
í Minningabókum Xenófóns er að finna bókmenntaform (symposíon) sem
Dudley skýrir að hafi verið síður gagnlegt til heimspekilegrar framsetningar
en loks urðu bréfsformin (epistolaí) bókmenntaform sem jafnvel Platón not-
ar og Aristóteles. Díógenes frá Sínópe notar síðasttalda bókmenntaformið,
10 Ibid., 12-22.
11 Ibid., 22-23.
12 History of Cynicism, 110.
181