Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 20

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 20
Pétur Pétursson Sigurbjörn fylgdist vel með því sem var að gerast í Þýskalandi. Um það ber bók hans: Kirkja Krists í ríki Hitlers, sem út kom árið 1940, glökkt vitni. Þótt undarlegt megi virðast létu ýmsir kirkjuleiðtogar glepjast af mann- ijandsamlegri heiðni nasista. Aðrir guðfræðingar veittu viðnám og spurðu: „Hver hefur þróunin verið í kirkjunni? Hvað höfum við verið að gera? Hvernig höfum við hugsað? Höfum við í rauninni hlustað á það sem við erum þó skuldbundnir til að hlusta á, sem sé orð Guðs, hans eigin opin- berun? Hvar er mælikvarðinn á það sem er rétt og rangt í viðbrögðum mann- eskjunnar, líka í pólitískum efnum?“ Þannig spurði Sigurbjörn einnig. Hann gerði meira en að spyrja, hann leitaði svara. Glíma hans við guðfræðina var glíman við að öðlast trúverðug svör við þessum spurningum. Starf hans í kirkjunni og í nafni kirkjunnar síðar má á einn eða annan hátt rekja til þessarar glímu. IV Því meir sem ég hef kynnt mér sænska guðfræðisögu finnst mér að hjá Antoni Fridrichsen, prófessomum í Uppsölum, sé að finna sjónarmið sem einkenna guðfræðinginn Sigurbjörn Einarsson. Sigurbjörn kynnist Fridrichsen og stefnu hans á mótunarárum sínum þegar sá síðarnefndi var upp á sitt besta. Eftir að Sigurbjörn hafði lokið kandidatsprófi frá Háskóla íslands árið 1938, fór hann aftur utan til Svíþjóðar, til Uppsala, í það skiptið til þess að undirbúa doktorsverkefni með Fridrichsen sem leiðbeinanda. Eins og vera ber komu þeir sér saman um ritgerðarefnið og lestrarskrá fyrir doktorspróf. Meiningin var að þeir hefðu bréfasamband og svo mundi Sigurbjörn fara til Uppsala einu sinni á ári svo að hann og Fridrichsen gætu borið saman bækur sínar. En svo skall seinni heimsstyrjöldin á og þar með runnu þessar framtíðaráætlanir út í sandinn. Áður hafði Fridrichsen eindregið hvatt Sigurbjörn til að leggja út á þessa braut og ekki er vafi á því að Sigurbjörn hefur vandað vel valið á leið- beinanda. Samband leiðbeinanda og doktorsnema er að öllu jöfnu mjög náið ekki síst samstaðan um grundvallaratriði fræðanna, annars geta þeir ekki unnið saman og út í hött að leggja út í dýra og krefjandi rannsóknarvinnu. Fridrichsen hafði stundað nám við háskólana í Osló og Strassburg. Guð- fræði Grundtvigs mótaði trúarlegan bakgrunn Fridrichsens. Hann var vel heima á ýmsum sviðum guðfræðinnar. Hann lét sig kirkjuna miklu skipta og skrifaði um hlutverk hennar og starf. Hann var vel að sér í almennum trúar- bragðafræðum og kynnti sér framlag trúarbragðafræðanna til guðfræðinnar. Nýjatestamentisfræðin voru sérgrein hans og hann var í fremstu röð á því 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.