Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 20
Pétur Pétursson
Sigurbjörn fylgdist vel með því sem var að gerast í Þýskalandi. Um það
ber bók hans: Kirkja Krists í ríki Hitlers, sem út kom árið 1940, glökkt vitni.
Þótt undarlegt megi virðast létu ýmsir kirkjuleiðtogar glepjast af mann-
ijandsamlegri heiðni nasista. Aðrir guðfræðingar veittu viðnám og spurðu:
„Hver hefur þróunin verið í kirkjunni? Hvað höfum við verið að gera?
Hvernig höfum við hugsað? Höfum við í rauninni hlustað á það sem við
erum þó skuldbundnir til að hlusta á, sem sé orð Guðs, hans eigin opin-
berun? Hvar er mælikvarðinn á það sem er rétt og rangt í viðbrögðum mann-
eskjunnar, líka í pólitískum efnum?“
Þannig spurði Sigurbjörn einnig. Hann gerði meira en að spyrja, hann
leitaði svara. Glíma hans við guðfræðina var glíman við að öðlast trúverðug
svör við þessum spurningum. Starf hans í kirkjunni og í nafni kirkjunnar
síðar má á einn eða annan hátt rekja til þessarar glímu.
IV
Því meir sem ég hef kynnt mér sænska guðfræðisögu finnst mér að hjá
Antoni Fridrichsen, prófessomum í Uppsölum, sé að finna sjónarmið sem
einkenna guðfræðinginn Sigurbjörn Einarsson. Sigurbjörn kynnist
Fridrichsen og stefnu hans á mótunarárum sínum þegar sá síðarnefndi var
upp á sitt besta.
Eftir að Sigurbjörn hafði lokið kandidatsprófi frá Háskóla íslands árið
1938, fór hann aftur utan til Svíþjóðar, til Uppsala, í það skiptið til þess að
undirbúa doktorsverkefni með Fridrichsen sem leiðbeinanda. Eins og vera
ber komu þeir sér saman um ritgerðarefnið og lestrarskrá fyrir doktorspróf.
Meiningin var að þeir hefðu bréfasamband og svo mundi Sigurbjörn fara til
Uppsala einu sinni á ári svo að hann og Fridrichsen gætu borið saman bækur
sínar. En svo skall seinni heimsstyrjöldin á og þar með runnu þessar
framtíðaráætlanir út í sandinn.
Áður hafði Fridrichsen eindregið hvatt Sigurbjörn til að leggja út á þessa
braut og ekki er vafi á því að Sigurbjörn hefur vandað vel valið á leið-
beinanda. Samband leiðbeinanda og doktorsnema er að öllu jöfnu mjög náið
ekki síst samstaðan um grundvallaratriði fræðanna, annars geta þeir ekki
unnið saman og út í hött að leggja út í dýra og krefjandi rannsóknarvinnu.
Fridrichsen hafði stundað nám við háskólana í Osló og Strassburg. Guð-
fræði Grundtvigs mótaði trúarlegan bakgrunn Fridrichsens. Hann var vel
heima á ýmsum sviðum guðfræðinnar. Hann lét sig kirkjuna miklu skipta og
skrifaði um hlutverk hennar og starf. Hann var vel að sér í almennum trúar-
bragðafræðum og kynnti sér framlag trúarbragðafræðanna til guðfræðinnar.
Nýjatestamentisfræðin voru sérgrein hans og hann var í fremstu röð á því
18