Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 27
Haraldur Ólafsson
Séra Hallgrímur og Pascal
Þar eð ætlunin er að ræða um trúarbragðafræði nútímans á þessu málþingi
þá hlýtur titill þessarar greinar minnar að valda nokkurri furðu. Enda þótt
þeir báðir, séra Hallgrímur Pétursson og Blaise Pascal hafi ort og ritað um
trúmál þá er ekki víst að auðvelt sé að finna þeim stað í umræðum um
almenn trúarbragðafræði, og síst á vorum dögum. Ég vil því í upphafi taka
rækilega fram að ég ætla ekki að ræða sérstaklega um trúarbragðafræði eða
sögu átrúnaðar í heiminum, hvorki fyrr á öldum né nú. Það sem ég segi hér
eru ákaflega persónulegar hugleiðingar, ekki á neinn hátt fræðilegar né held-
ur er ætlun mín að bregða nýju ljósi á verk þessara tveggja manna og ekki
verða þeir bornir saman eða verk þeirra metin að öðru leyti en því hvaða
áhrif þau hafa haft á mig. En allt á sér orsakir og ég verð að segja frá því í
örfáum orðum hvers vegna ég hef valið hugleiðingu minni þetta heiti.
Mörg ár eru liðin síðan ég fékk áhuga á trúarbrögðum. í mannfræðinámi
mínu kynnti ég mér hin margvíslegu form átrúnaðar, einkum þó fólks sem
ekki aðhylltist hin fjölmennu eingyðistrúarbrögð, gyðingdóm, kristni og
íslam. En þessi þrenn eingyðistrúarbrögð sprottin úr jarðvegi gyðingdóms
hafa orðið mér æ meira íhugunarefni. Menningarsaga er fyrirferðarmikil í
mannvísindum og smám saman fór ég að íhuga rætur margs konar hug-
mynda sem ræddar eru innan mannfræðinnar. Það liggur í augum uppi að öll
hugmyndafræði á sér sögu. Nútíminn er ætíð framhald annars nútíma, - og
svo eru skjaldbökur alla leið eins og segir í indversku sögninni. Hugmyndir
tuttugustu aldarinnar eru sprottnar úr jarðvegi hinnar nítjándu og fyrr en
varði hlaut ég að hverfa til upplýsingarinnar á átjándu öld en hún á rætur í
sautjándu öldinni, og þarf ekki að fara um það fleiri orðum.
Semt sagt, um sinn hef ég staðnæmst við sautjándu öldina, þessa merki-
legu öld nýrrar heimsmyndar, nýrrar stærðfræði og nýrra hugmynda um ríki
og samfélag, öld sjónaukans og smásjárinnar, Galileos og Descartes,
Spinoza og Newtons, Leibnitz og Lockes svo örfáir séu nefndir af þeim sem
lögðu sitt af mörkum til að endurmeta ríkjandi skoðanir og beina umræðu
25
L