Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 27

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 27
Haraldur Ólafsson Séra Hallgrímur og Pascal Þar eð ætlunin er að ræða um trúarbragðafræði nútímans á þessu málþingi þá hlýtur titill þessarar greinar minnar að valda nokkurri furðu. Enda þótt þeir báðir, séra Hallgrímur Pétursson og Blaise Pascal hafi ort og ritað um trúmál þá er ekki víst að auðvelt sé að finna þeim stað í umræðum um almenn trúarbragðafræði, og síst á vorum dögum. Ég vil því í upphafi taka rækilega fram að ég ætla ekki að ræða sérstaklega um trúarbragðafræði eða sögu átrúnaðar í heiminum, hvorki fyrr á öldum né nú. Það sem ég segi hér eru ákaflega persónulegar hugleiðingar, ekki á neinn hátt fræðilegar né held- ur er ætlun mín að bregða nýju ljósi á verk þessara tveggja manna og ekki verða þeir bornir saman eða verk þeirra metin að öðru leyti en því hvaða áhrif þau hafa haft á mig. En allt á sér orsakir og ég verð að segja frá því í örfáum orðum hvers vegna ég hef valið hugleiðingu minni þetta heiti. Mörg ár eru liðin síðan ég fékk áhuga á trúarbrögðum. í mannfræðinámi mínu kynnti ég mér hin margvíslegu form átrúnaðar, einkum þó fólks sem ekki aðhylltist hin fjölmennu eingyðistrúarbrögð, gyðingdóm, kristni og íslam. En þessi þrenn eingyðistrúarbrögð sprottin úr jarðvegi gyðingdóms hafa orðið mér æ meira íhugunarefni. Menningarsaga er fyrirferðarmikil í mannvísindum og smám saman fór ég að íhuga rætur margs konar hug- mynda sem ræddar eru innan mannfræðinnar. Það liggur í augum uppi að öll hugmyndafræði á sér sögu. Nútíminn er ætíð framhald annars nútíma, - og svo eru skjaldbökur alla leið eins og segir í indversku sögninni. Hugmyndir tuttugustu aldarinnar eru sprottnar úr jarðvegi hinnar nítjándu og fyrr en varði hlaut ég að hverfa til upplýsingarinnar á átjándu öld en hún á rætur í sautjándu öldinni, og þarf ekki að fara um það fleiri orðum. Semt sagt, um sinn hef ég staðnæmst við sautjándu öldina, þessa merki- legu öld nýrrar heimsmyndar, nýrrar stærðfræði og nýrra hugmynda um ríki og samfélag, öld sjónaukans og smásjárinnar, Galileos og Descartes, Spinoza og Newtons, Leibnitz og Lockes svo örfáir séu nefndir af þeim sem lögðu sitt af mörkum til að endurmeta ríkjandi skoðanir og beina umræðu 25 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.