Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 28

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 28
Haraldur Ólafsson um flesta hluti inn á ótroðnar slóðir. Og það varð ekki hjá því komist að kynna sér hvað franski stærðfræðingurinn og trúvarnarmaðurinn Blaise Pascal hafði að segja á öld hins mikla endurmats. Ég þekkti nokkuð til tveggja helstu verka hans og átti heildarútgáfu á verkum hans í einu bindi. Þegar ég fór svo fyrir allnokkru að lesa rækilegar rit hans til varnar Port Royal hreyfingunni og útleggingum Jansens biskups í Ypres á kenningum heilags Ágústínusar um náð og útvalningu og svo Hugsanirnar, Pensées, þá datt mér undarlega ofit í hug Hallgrímur Pétursson. Og ég fór að velta fyrir mér þessari spurningu: Hvað veldur því að séra Hallgrímur kemur mér í hug við að lesa rit Pascals? Var það eitthvað í ritum Pascals sem minnti á skáldverk prestsins í Saurbæ? Nálguðust þeir trúna á svipaðan hátt svo gripið sé til nútímalegs orðalags? Þessir tveir menn uxu úr ákaflega ólíkum jarðvegi. Pascal var af velstæðri ætt embættismanna og ólst upp á heimili þar sem faðir hans og vinir hans ræddu um stærðfræði og vísindi síns tíma. Faðir hans hafði mikinn áhuga á stærðfræði og og var í vinfengi við helstu stærðfræðinga Frakklands. Blaise Pascal lærði latínu og grísku hjá föður sínum en sagan segir að hann hafi uppgötvað stærðfræðina tilsagnarlaust, og innan við tvítugt hafði hann skipað sér á bekk með fremstu stærðfræðingum Frakklands. Hann lagði margt merkilegt af mörkum í flatarmálsfræði og rúmfræði, fann upp reiknivél og skipulagði fyrstur manna strætisvagnaferðir um Parísarborg. Hann átti einnig þátt í að móta líkindareikninginn. Allt þetta hefði nægt til að halda nafni hans á lofti, en þó er það reynsla hans aðfaranótt 24. nóvember árið 1654 sem mestu réði um að hans er jafn- an minnst sem eins af merkilegustu persónuleikum sautjándu aldarinnar. Á þeirri nóttu varð hann gagntekinn af návist hins guðlega og fylltist bjargfastri vissu um sannindi trúarinnar og tilveru Guðs almáttugs sem Jesús Kristur hafði boðað. Hann ákvað að verja lífi sínu til að hlýðnast boðum Guðs og semja rit til varnar kristindómnum, rit sem jafnframt skyldi sannfæra skyn- sama og menntaða menn um hve mikilvægt væri að játast undir boðskap Krists. Hallgrímur Pétursson ólst upp í grennd við biskupsstól Norðlendinga að Hólum, dvaldist um hríð í Kaupmannahöfn, nam járnsmíði, gekk að eiga konu komna úr herleiðingu til Norður-Afríku, konu sem vissi ekki einu sinni fyrir víst hvort fyrri maður hennar væri látinn þegar hún tók saman við Hallgrím. Það kom þó í ljós þegar þau komu til Islands að maður hennar var fallinn frá. Eftir hokur og ýmsa armæðu var Hallgrímur loks vígður til Hvalsnesprestakalls og fékk síðar Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var skáld gott og orti jöfnum höndum veraldleg kvæði, tækifærisljóð og lausa- 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.