Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 41

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 41
Spinoza og spegillinn guðdóminum. Ljóst er líka að hugtakanotkun Spinoza liggur ekki í augum uppi eða eins og Oldenburg spyr um í bréfi sínu: Ég álit að tvær manneskjur séu tvenns konar efni (Substances), og hafi til að bera sama eiginleika (attribute). ... Varðandi [slík efni], að efni (Substance) geti ekki verið búið til, jafnvel ekki af öðru efni, þá fæ ég ómögulega skilið hvernig þetta gæti verið sannleikanum samkvæmt því ekkert getur orsakað sig sjálft. Þessi forsenda gerir ráð fyrir því að allt efni (every Substance) sé örsök sjálfs sín, gerir sérhvert efni óháð öðru efni, gerir guðina marga. Þannig hlýtur þá forsendan að hafna frumorsök allra fyrirbæra.28 í svarbréfi frá Spinoza (í október 1661) leitast hann við að setja hugmyndir sínar um þessi efni fram á skilmerkari hátt en áður í þeirri von að taka af allan vafa: Vertu svo vænn að gefa gaum að skilgreiningum mínum á substantia og accidentia en á grundvelli þeirra eru þessar frumsendur byggðar. Substantia skil ég þannig að sé til komið fyrir eigið tilstilli og í sjálfú sér ... , en með tilbrigðum eða accidentia eitthvað sem er í öðru fyrirbæri og tilkomið eða skilið fyrir tilstilli þess. ... En fyrirbæri sem eiga sér ólíka eiginleika (attributes) eiga ekkert sameiginlegt. Því að eiginleika skil- greini ég sem eitthvað sem ekki felur í sér hugtak annars fyrirbæris. ... Hvað varðar fullyrðingu þína þess efnis að guð eigi ekkert sameiginlegt formlega séð með sköpuninni o.s.frv., þá hefi ég haldið hinu gagnstæða fram í skilgreiningum mínum. Þannig hefi ég haldið því fram að guð sé verund (Being) sem samanstandi af óendanlegum eiginleikum, sem hver um sig sé óendanlegur, eða yfirmáta fullkominn á sinn hátt.29 Þessi verund er ein (einn guð) og ekki margföld, eins og Spinoza hnykkir á í lok þessa sama bréfs, með óendanlegum eiginleikum. Þannig eru þá hugtökin verund (Being) og efni eða náttúran sjálf (Substantiá) samheiti í heimspeki Spinoza eða fyrirbæri sem á sér upphaf aðeins í sjálfu sér (natura naturans). I skynjun sinni (huga) og veruleika (líkama) er sköpunin (natura naturata) tilbrigði við eiginleika guðs en engan veginn skaparinn sjálfur eða guðir Kelsusar í líki manna-nokkuð sem er jafnframt undirstrikað í lögbundnu orsakasamhengi. Þannig verður 28 Cf. Curley, The Collected Works ofSpinoza, 169. 29 Ibid., 171-172. 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.