Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 41
Spinoza og spegillinn
guðdóminum. Ljóst er líka að hugtakanotkun Spinoza liggur ekki í augum
uppi eða eins og Oldenburg spyr um í bréfi sínu:
Ég álit að tvær manneskjur séu tvenns konar efni (Substances), og hafi til
að bera sama eiginleika (attribute). ... Varðandi [slík efni], að efni
(Substance) geti ekki verið búið til, jafnvel ekki af öðru efni, þá fæ ég
ómögulega skilið hvernig þetta gæti verið sannleikanum samkvæmt því
ekkert getur orsakað sig sjálft. Þessi forsenda gerir ráð fyrir því að allt efni
(every Substance) sé örsök sjálfs sín, gerir sérhvert efni óháð öðru efni,
gerir guðina marga. Þannig hlýtur þá forsendan að hafna frumorsök allra
fyrirbæra.28
í svarbréfi frá Spinoza (í október 1661) leitast hann við að setja hugmyndir
sínar um þessi efni fram á skilmerkari hátt en áður í þeirri von að taka af
allan vafa:
Vertu svo vænn að gefa gaum að skilgreiningum mínum á substantia og
accidentia en á grundvelli þeirra eru þessar frumsendur byggðar.
Substantia skil ég þannig að sé til komið fyrir eigið tilstilli og í sjálfú sér
... , en með tilbrigðum eða accidentia eitthvað sem er í öðru fyrirbæri og
tilkomið eða skilið fyrir tilstilli þess. ... En fyrirbæri sem eiga sér ólíka
eiginleika (attributes) eiga ekkert sameiginlegt. Því að eiginleika skil-
greini ég sem eitthvað sem ekki felur í sér hugtak annars fyrirbæris. ...
Hvað varðar fullyrðingu þína þess efnis að guð eigi ekkert sameiginlegt
formlega séð með sköpuninni o.s.frv., þá hefi ég haldið hinu gagnstæða
fram í skilgreiningum mínum. Þannig hefi ég haldið því fram að guð sé
verund (Being) sem samanstandi af óendanlegum eiginleikum, sem hver
um sig sé óendanlegur, eða yfirmáta fullkominn á sinn hátt.29
Þessi verund er ein (einn guð) og ekki margföld, eins og Spinoza hnykkir á
í lok þessa sama bréfs, með óendanlegum eiginleikum.
Þannig eru þá hugtökin verund (Being) og efni eða náttúran sjálf
(Substantiá) samheiti í heimspeki Spinoza eða fyrirbæri sem á sér upphaf
aðeins í sjálfu sér (natura naturans). I skynjun sinni (huga) og veruleika
(líkama) er sköpunin (natura naturata) tilbrigði við eiginleika guðs en
engan veginn skaparinn sjálfur eða guðir Kelsusar í líki manna-nokkuð sem
er jafnframt undirstrikað í lögbundnu orsakasamhengi. Þannig verður
28 Cf. Curley, The Collected Works ofSpinoza, 169.
29 Ibid., 171-172.
39