Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Qupperneq 44
Jón Ma. Ásgeirsson
verður að setja á bekk með þessum herrum því hann hefst fram handa um að
setja guðfræðina líka með einhvers konar guðfræðilegri heimspeki. En það
er einmitt fyrir tilstilli Spionza, Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) og
ensku deistanna (einkum á sautjándu og átjándu öld) að heimspekileg
hugtök taka að koma í stað þeirra guðfræðilegu í heimspekilegri umQöllun
um tilveru guðs/guða og eiginleika hans/þeirra eins og Tracy bendir á.33
Tracy telur að nútíma trúarheimspeki hljóti einkum að fást við að (1)
skýra trúarbrögðin heimspekilega og (2) að færa rök fyrir þeim á heim-
spekilegan hátt. Útskýringin getur falist í því að gera grein fyrir hugtakinu
„trúarbrögð“ á heimspekilegan hátt (hvort heldur sem fyrirbæri sameiginlegt
ýmis konar menningu, eða sem einstakt fyrirbæri á meðal annarra menn-
ingarfyrirbæra, eða sem „trúarlegt lífsform“). Röksemdafærslan getur á hinn
bóginn ýmist verið jákvæð eða neikvæð (eins og spurningin um trúarbrögð
sem svörun (responsive) eða afneitun (projective). Aðeins með því að gefa
gaum að þessum tveimur þáttum verður samanburðarfræðinni gerð tilhlýði-
leg skil að mati Tracy, en hann telur þennan þátt vanmetinn í trúarheimspeki
fyrirbærafræðinnar (descriptive phenomenology) og rökgreiningarheimsepki
(analytical philosophy) í dag en einmitt xxxx til staðar hjá Hume, Kant og
Hegel sem þannig gefi enn tóninn um hvernig breyta þurfi umræðunni í dag
til að nálgast trúarbrögð heimsins á samanburðargrundvelli.34
Enda þótt Hume sé oftast lýst sem heimspekingi sem hafi einsett sér að
fjalla um heimspekileg rök fyrir kraftaverkum og tilveru guðs þá lagði hann
ýmislegt nýtt til umræðu trúarheimspekinnar eins og Tracy gerir að
umræðuefni. í Samræðwn um trúarbrögðin er þannig ekki einasta að finna
ólík sjónarhorn samtalsaðilanna (Fílóns, sem yfirleitt er talinn málpípa
Hume, Kleanthesar, sem heldur fram „skipulagsfræðilegum“ rökum fyrir
tilveru guðs, og loks Demea, sem heldur fram opinberuðum guðdómi35) hel-
dur er þar á ferðinni tjáningarform sem Hume skapar umræðunni um trúar-
brögðin (sem var áður aðeins tileinkað heimspekinni). Tracy segir að Hume
skori formlegar skilgreiningar í raun á hólm með samræðuforminu.
Formlegar skilgreiningar útiloka, að mati Hume, umfjöllun um persónur,
fýrirætlanir, og ástríður sem hann glæðir samtalsaðilana með. Rökræðan um
trúarbrögðin verður, að ætlan Hume, að vera bæði formleg og efnisleg.
Þannig fer saman rökfræðileg greining og mælskufræðilegir möguleikar
33 Ibid., 13.
34 Ibid., 14-15.
35 Cf, John Hick, Arguments for the Existence of God (Philosophy of Religions Series; London:
MacMillan, 1970), 7-14.
42