Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 52

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 52
Kristín Loftsdóttir skoða hefðir sem sveigjanlegt og marghliða fyrirbæri sem ekki síður er tengt breytingum en stöðugleika, þótt menn tengi „hugtakið“ oft fortíð og forn- eskju. Ég mun í þessu samhengi sérstaklega fjalla um samkennd og hreyf- anleika WoDaaBe en hvort tveggja má flokka sem hefðbundnar aðferðir til að bregðast við breytanlegum aðstæðum. Umfjöllunin bendir þannig á mikil- vægi þess að skoða hvernig samfélög nýta sér og bregðast við margs konar hnattvæðingarferlum á skapandi hátt þrátt fyrir að sömu ferli hafi í sumum tilfellum aukið jaðarstöðu þeirra. Umijöllunin hefst á stuttu yfirliti yfir nokkur lykilhugtök sem eru notuð í textanum, þá sérstaklega skrif fræðimanna síðustu áratuga um hnatt- væðingu og nútímann. Umíjöllunin snýr svo að helstu þáttum í uppbyggingu samfélags og lífs WoDaaBe fólksins í Níger, með það að markmiði að sýna hvernig hefðir eru sveigjanlegar og mikilvægar til að skilja og móta nýjar aðstæður sér í hag. Framfarir í hnattvœddum heimi Hugmyndin um framfarir er ein arfleifð endurreisnarinnar og upplýsingar- innar sem hefur náð að móta og endurskapa sig í takt við nýja tíma. Þessi líf- seiga stórsaga blómstraði í lok nítjándu og í upphafi tuttugustu aldar þegar fræðilegar kenningar um félagslegt og líffræðilegt eðli manneskjunnar komust á flug en þær töldu sig sýna fram á með hlutlausum vísindalegum hætti að líffræðileg og félagsleg framþróun héldist hönd í hönd að einhverju leyti. Slíkar kenningar gerðu ráð fyrir að tjölbreytni mannkyns færi minnkandi vegna aukinnar þróunar og þekkingar og samfélög heimsins yrðu því sífellt líkari samfélögum Vesturlanda, sem talin voru tróna á toppi þróun- arskalans. Afnám annarra lífshátta var þannig samkvæmt þróunarhyggjunni eingöngu afleiðing náttúrulegrar þróunar á framfarabraut manneskjunnar. Þessi hugmynd birtist oft í líki forsjárhyggju og nýttist m.a. til að réttlæta ný- lendustefnuna og síðar sem réttlæting á einsleitum þróunarverkefnum sem mörg hver reyndu markvisst að breyta formgerð og afkomu samfélaga sem voru skilgreind sem frumstæð. Hugmyndin um framfarir sem línulegt ferli vísar jafnframt í tengingu við annað lykilhugtak, nútímann, en það felur í sér, eins og heimspekingurinn Foucault hefúr bent á, sýn á ákveðið rof milli samtíma og fortíðar. Hugtakið nútími felur í sér þann skilning á samtímanum að hann sé sérstakur á ákveðinn hátt, nýtt skeið í sögu mannkyns. Þessi hugmynd um rof milli nútíma og fortíðar var ráðandi í kenningum félags- fræðinga og mannfræðinga á mótum 19. og 20. aldarinnar og birtist ljóslega í þeim andstæðum sem fræðimenn drógu upp á milli hefða og nútíma á margvíslegan hátt. Mannfræðingurinn Eric R. Wolf bendir á í sinni þekktu 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.