Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 66
Þorsteinn Gylfason
Descartes. Sagnaskáldið Milan Kundera herðir á þessu í bók sinni List skáld-
sögunnar þar sem hann segir sjálfið í heimspeki Descartes eiga að vera
grundvöll alls en ekki bara allrar þekkingar:
Að hugsa eins og Descartes og segja að hið hugsandi sjálf sé grundvöllur
alls, standa þannig einn andspænis alheiminum, það er afstaða sem Hegel
þótti réttilega hetjuleg.8
Descartes segir hvergi neitt í þessa veru, og hefði áreiðanlega ekki fallizt á
það ef einhver annar hefði sagt það við hann.9 Hjá honum er undirstaða vís-
indanna og annarrar þekkingar hinn yfirnáttúrlegi og alfullkomni Guð. Eng-
in önnur. Þessi sami Guð er líka undirstaða alls annars en þekkingarinnar.
Hugleiðingar um frumspeki hafa undirtitil: þar sem færðar eru sönnur á
tilveru Guðs og greinarmun sálar og líkama. í fyrstu útgáfu sagði á tilveru
Guðs og ódauðleika sálarinnar. Sannanir Descartes á tilveru Guðs eru þrjár,
og þær hafa verið gagnrýndar sundur og saman í 350 ár. En gagnrýnin breyt-
ir engu um það að sannanirnar eru þrautfágaðar og þaulhugsaðar.
Ég þykist í innganginum greina þann galla á hinni helztu þeirra að þar
vanti rök fyrir því að hugmyndin um óendanleika - sem er kjarni hugmynd-
arinnar um almættið - sé einhvern veginn upphaflegri en hugmyndin um end-
anleika, þannig að við getuin ekki öðlazt hugmyndina um óendanleika með
því einu að neita endanleikanum. Þetta efni ætla ég ekki að hugleiða núna. Ég
hef ekki náð neinum tökum á því ennþá, og næ þeim kannski aldrei. En á
meðan svo stendur á hlýt ég að segja að kannski sé sönnunin ógild.
Gáum nú að einu. Að sanna eitthvað til eða frá um guðdóminn er ekki hið
eina sem skiptir máli andspænis honum. Hitt skiptir líka máli að reyna að
skilja hugmyndina um hann. Til þess þurfum við meðal annars að reyna að
skilja óendanleikann eftir því sem það er á mannlegu valdi. Og til þess þarf
heimspeki, og á okkar dögum líka heimsfræði og stærðfræði. Þess má nú
geta að Descartes trúði þvi að óendanleikinn væri óskiljanlegur endanlegum
huga.10 Kannski má orða þessa hugsun hans svo að óendanleikinn sé ólýs-
anlegur á mannlegu máli. Á hinn bóginn geti hann verið skiljanlegur að því
leyti að hugmyndin um hann geti verið skýr og greinileg. Það er hún ef hún
blasir ljóslega við hverjum sem hugleiðir hana, og er aðgreinanleg frá öllum
öðrum hugmyndum. Ég þarf ekki að vita allt um hana. Hugmyndin um þrí-
8 Nefntrit, 14.
9 Stephen Gaukroger: Descartes, Clarendon Press, Oxford 1995, 340.
10 Sbr. um framhaldið Jean-Marie Beyssade: „The Idea of God and the Proofs of his Existence“ hjá
John Cottingham: The Cambrídge Companion to Descartes, Cambridge University Press,
Cambridge 1992, 174-199.
64