Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 67

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 67
Trú og heimspeki hyrning er skýr og greinileg þó að ég viti ekki nándar nærri allt um þríhyrn- inga.11 Hugmyndin um óendanleikann getur til að mynda verið greinileg fyr- ir teljandi barni að því leyti að barnið viti að óendanleg tala er ekki einhver ofboðslega há tala þar sem talnaröðin endar því að það getur bætt hærri töl- um við hvaða slíka tölu sem vera skal.12 Þar fyrir þarf þetta barn ekki að vita neitt af hinum fáguðu kenningum stærðfræðinga um óendanlegar stærðir.13 Nafn Guðs er á vörum hvers trúaðs manns. Það er eilífðin, til aðgreining- ar frá tímanum, líka. Bæði Guð og eilífðin eru óendanleg. Ef við viljum skilja hugmyndina um Guð, sögðum við, verðum við að reyna að skilja óendanleikann. Ef við mögulega getum. Og þá ættu trú og heimspeki að réttu lagi að fallast í faðma og heyja síðan glímuna saman. Lítilrœði um óendanleika Al-Ghazali segir í Rökleysum heimspekinga að sanntrúuðu fólki beri ekki að hafna þeim kenningum heiðinna heimspekinga sem stangist ekki á við nein sannindi trúarinnar, til dæmis kenningum þeirra um myrkva á sól og tungli. Þessar kenningar, segir hann, styðjast við stjarnfræðileg og stærðfræðileg rök, og ef fólk reyni að segja þeim sem kunna skil á þessum efnum að kenn- ingarnar brjóti í bág við rétta trú, þá tortryggi þeir að sjálfsögðu trúna en ekki röksemdirnar sem blasa við þeim. Kannski eitt og annað hefði farið öðruvísi í samskiptum kristinnar kirkju við vísindin á fyrri tíð, til dæmis við þá Galileo Galilei eða René Descartes eða þá við Darwin í Bandaríkjunum á okkar dögum, ef hugmyndir Al-Ghazalis hefðu þá verið kunnar í Róma- borg eða væru það nú í Vesturheimi. Réttmætur ágreiningur rétttrúaðra og heimspekinga varðar allt önnur efni, segir Al-Ghazali. Til dæmis hvort heimurinn á sér upphaf, hvort kraftaverk geti átt sér stað, eða hvort kostur er á upprisu í holdinu. Og þessi efni rökræð- ir hann af skerpu, því að hann var raunar ágætur heimspekingur.14 Eftir allt saman voru heimspeki og guðfræði samofnar hjá honum þrátt fyrir uppreisn- arandann gegn heimspekinni. Mig langar til að enda á því að líta í örskots- stund á eitt af þessum ágreiningsefnum: það hvort heimurinn á sér upphaf. Það er að segja hvort hann er endanlegur eða óendanlegur í tímanum. Þegar ég var að taka saman þetta spjall á þriðjudagskvöldið heyrði ég allt 11 Sbr. Alan Gewirth: „Cleamess and Distinctness in Descartes" hjá John Cottingham: Descartes (1998), 50. 12 Um dæmið af talningu sjá svar Descartes við Öðrum andmælum í AT VII 139. Sbr. ennfremur um óendanleikann svar hans við andmælum Gassendis (Fimmtu svör) í AT VII 367-368. 13 Þessi efnisgrein er að mestu samhljóða annarri í innganginum að Hugleiðingum um frumspeki, 103. 14 William Charlton: Pliilosophy and Christian Belief, 6. 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.