Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 68
Þorsteinn Gylfason
í einu tvær setningar i útvarpi. Þær reyndust vera í þætti til fróðleiks og
skemmtunar á Rás 1. Hann heitir „Frá A til Ö“.15 Svona voru þær ef mér mis-
heyrðist ekki: „Heimurinn hefur alltaf verið til. Hann er óendanlegur eins og
tíminn.“ Þetta heyrðist mér vera sagt eins og hver annar sjálfsagður hlutur.
Þess var ekki getið að þetta er kenning Aristótelesar um efnið. Hann hefði að
vísu heldur viljað segja að heimurinn sé óendanlegur af því að tíminn er ó-
endanlegur.16 En þó að nauturinn sé góður er þessi kenning fjarri því að vera
sjálfsagður hlutur. Það vissi Al-Ghazali.
Við höfum ýmsar ástæður til að rengja Aristóteles. Ein er sú að hin stærð-
fræðilega hugmynd um óendanlegar tölur geti ekki átt við um raunverulega
atburði. Við virðumst að vísu geta sagt að engin endanleg tala sé hæsta tala
mögulegra atburða. Tala allra atburða gæti verið hærri en hún er. En þar með
er ekki sagt að hún gæti verið óendanleg. Til þess að svo væri virðumst við
þurfa að segja að það gæti gerzt í senn að safn atburða væri safn allra atburða
sem hefðu gerzt, og svo hefði gerzt að minnsta kosti einn atburður til viðbót-
ar. Og þetta virðist vera mótsögn. Ef svo er verður vandséð hvernig hægt er
að koma skýrum orðum að tilgátunni um óendanleika heimsins í tímanum.
Og ef það er ekki hægt hljótum við að telja heiminn endanlegan.17
Hvernig koma nú svona röksemdafærslur guðstrú við? Meðal annars
þannig að það er hæpið að nokkur staður sé fyrir hugmyndina um óendan-
legan skapara ef heimurinn sjálfur er óendanleg röð orsaka og afleiðinga.18
Óendanleikinn er ekki eina sviðið þar sem heimspekingar og guðfræðing-
ar þurfa að byrja að reyna að skilja hverjir aðra á okkar dögum. Eða þá
kristnir menn, Gyðingar og múslímar. En er hann ekki ágæt byrjun?
15 „Frá A til Ö“ á Rás 1 þriðjudagskvöldið 27da nóvember 2001 kl. 22.15. Umsjónarmenn Atli Rafn
Sigurðarson og Kristján Eldjám. Daginn eftir var fjallað um tíma og eilífð í öðmm þætti á Rás 1:
„í tíma og ótíma IH“ sem Leifur Hauksson sá um.
16 Aristóteles: Metaphysica (Frumspekin) XII.
17 Sbr. William Charlton: Philosophy and Christian Belief, 34-35.
18 Sbr. David Hume: Samrœður um trúarbrögðin, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1972, ix,
135-141. Enn fremur William Charlton: Philosophy and Christian Belief, 32-33.
29.08.2002 Trú og heimspeki