Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 68

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 68
Þorsteinn Gylfason í einu tvær setningar i útvarpi. Þær reyndust vera í þætti til fróðleiks og skemmtunar á Rás 1. Hann heitir „Frá A til Ö“.15 Svona voru þær ef mér mis- heyrðist ekki: „Heimurinn hefur alltaf verið til. Hann er óendanlegur eins og tíminn.“ Þetta heyrðist mér vera sagt eins og hver annar sjálfsagður hlutur. Þess var ekki getið að þetta er kenning Aristótelesar um efnið. Hann hefði að vísu heldur viljað segja að heimurinn sé óendanlegur af því að tíminn er ó- endanlegur.16 En þó að nauturinn sé góður er þessi kenning fjarri því að vera sjálfsagður hlutur. Það vissi Al-Ghazali. Við höfum ýmsar ástæður til að rengja Aristóteles. Ein er sú að hin stærð- fræðilega hugmynd um óendanlegar tölur geti ekki átt við um raunverulega atburði. Við virðumst að vísu geta sagt að engin endanleg tala sé hæsta tala mögulegra atburða. Tala allra atburða gæti verið hærri en hún er. En þar með er ekki sagt að hún gæti verið óendanleg. Til þess að svo væri virðumst við þurfa að segja að það gæti gerzt í senn að safn atburða væri safn allra atburða sem hefðu gerzt, og svo hefði gerzt að minnsta kosti einn atburður til viðbót- ar. Og þetta virðist vera mótsögn. Ef svo er verður vandséð hvernig hægt er að koma skýrum orðum að tilgátunni um óendanleika heimsins í tímanum. Og ef það er ekki hægt hljótum við að telja heiminn endanlegan.17 Hvernig koma nú svona röksemdafærslur guðstrú við? Meðal annars þannig að það er hæpið að nokkur staður sé fyrir hugmyndina um óendan- legan skapara ef heimurinn sjálfur er óendanleg röð orsaka og afleiðinga.18 Óendanleikinn er ekki eina sviðið þar sem heimspekingar og guðfræðing- ar þurfa að byrja að reyna að skilja hverjir aðra á okkar dögum. Eða þá kristnir menn, Gyðingar og múslímar. En er hann ekki ágæt byrjun? 15 „Frá A til Ö“ á Rás 1 þriðjudagskvöldið 27da nóvember 2001 kl. 22.15. Umsjónarmenn Atli Rafn Sigurðarson og Kristján Eldjám. Daginn eftir var fjallað um tíma og eilífð í öðmm þætti á Rás 1: „í tíma og ótíma IH“ sem Leifur Hauksson sá um. 16 Aristóteles: Metaphysica (Frumspekin) XII. 17 Sbr. William Charlton: Philosophy and Christian Belief, 34-35. 18 Sbr. David Hume: Samrœður um trúarbrögðin, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1972, ix, 135-141. Enn fremur William Charlton: Philosophy and Christian Belief, 32-33. 29.08.2002 Trú og heimspeki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.