Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 73
Hvers kyns Biblía? - jafnréttisumrœðan og Biblíuþýðingin
culine gender, a bias that in the case of the Bible has often restricted or
obscured the meaning of the original text. The mandates from the
Division specified that, in references to men and women, masculine-ori-
ented language should be eliminated as far as this can be done without
altering passages that reflect the historical situation of ancient patriarchal
culture... In the vast majority of cases... inclusiveness has been attained by
simple rephrasing or by introducing plural forms when this does not dis-
tort the meaning of the passage. Of course, in narrative and in parable no
attempt was made to generalize the sex of individual persons.6
Þeirri meginreglu var sem sagt fylgt í þessari þýðingu að draga úr notkun
karlkynshugtaka, þar sem samhengið gaf til kynna að verið væri að tala um
bæði konur og karla. Rökin fyrir þessari reglu eru þau að með því að nota
karlkyns hugtök um bæði kynin geti svo farið að merking frumtextans
komist ekki til skila. í flestum tilfellum var málið leyst með því að umorða
eða nota fleirtölumyndir, þar sem það þótti ekki skaða merkingu textans.
Finnst mér mikilvægt að þýðingarnefnd, eða stjórn Hins íslenska
biblíufélags, setji fram viðlíka reglu um meðferð á kynjuðu tungutaki
Biblíunnar við þýðingu hennar, bæði Gamla og Nýja testamentisins, á
íslensku.
Dœmi nm kynjaðan texta
Hér á eftir mun ég rekja nokkur dæmi, sem sýna vandann sem við stöndum
frammi fyrir, eins og hann blasir við mér. Ég skoða texta biblíuútgáfunnar frá
1981 og texta þýðingarnefndar, eins og hann liggur fyrir í heftunum átta sem
gefin hafa verið út á undanfornum 10 árum. Ég nota texta NRSV til þess að
varpa ljósi á mögulegar lausnir.
Fyrsta dæmið er úr spádómsbók Jesaja 66. kafla, 13. versi. í íslensku
þýðingunni frá 1981 hljómar versið svona:
Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður. I Jerúsalem
skuluð þér huggaðir verða.
Það vekur athygli að hér liggur til grundvallar hebreska orðið „ish“ sem er
oftast þýtt sem karlmaður en er í þessu samhengi þýtt sem sonur. Þess má geta
að í nýútkomnum dönskum og sænskum biblíuþýðingum er orðið þýtt sem
bam, en einnig í NRSV, en sama vers hljómar svo í þeirri þýðingu:
6 New Revised Standard Version, s. xiv-xv
71