Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 76
Arnfríður Guðmundsdóttir
They shall build houses and inhabit them;
they shall plant vineyards and eat their fruit.
They shall not build and another inhabit;
they shall not plant and another eat;
for like the days of a tree shall the days of my people be,
and my chosen shall long enjoy the work of their hands.
They shall not labor in vain, or bear children for calamity;
for they shall be offspring blessed by the Lord -
and their descendants as well.
í Jesaja 66.5 er „bræður“ notað, eins og í gömlu þýðingunni, þar sem NRSV
gefur til kynna að hér sé átt við alla þjóðina með því að þýða bræður með
„your own people“. Annað samsvarandi dæmi er að finna í 20. versi sama
kafla, þar sem segir í nýju þýðingunni:
Þeir skulu flytja alla bræður yðar frá öllum þjóðum...
NRSV telur hins vegar að um sé að ræða alla þjóðina, eins og í fyrra
skiptið, og þýðir því bræður með “all your kindred”.
Síðasta dæmið sem ég nefni úr 66. kafla Jesaja, er úr fyrri hluta 24. vers,
þar sem segir í nýju þýðingunni:
Þeir munu ganga út og sjá lík þeirra manna sem risu gegn mér...
Sama vers er í þýðingu NRSV svona:
And they shall go out and look at the dead bodies of the people who have
rebelled against me;...
Eru konur menn?
Ég vil þá víkja aftur að orðinu maður og notkun þess í daglegu tali, sem og
í völdum dæmum úr Gamla testamentinu.7 Eru konur menn? I opinberum
gögnum er gengið út frá því að svo sé og í daglegu máli er það sömuleiðis
oft gert. Talað er um að eitthvað sé mannlegt með tilvísun til beggja kynja,
7 Athyglisverða töflu yfir fjölda nokkurra tíðustu nafnorða í Biblíunni frá 1981 er að finna í grein
eftir Baldur Pálsson í 4. hefti Ritraðar Guðfrœðistofnunar. Orðin eru flokkuð eftir kynjum, en þar
kemur m.a. fram að orðið maður birtist 3871 sinnum, en kona alls 985 sinnum. Ekki er að finna
orðið karl eða karlmaður á þessum lista (Baldur Pálsson 1990, s. 37). Samkvæmt orðalykli að
Biblíunni 1981 kemur karl 26 sinnum fyrir í Gt. en karlmaður alls 53 sinnum.
74