Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 79
Hvers kyns Biblía? - jafnréttisumrœðan og Biblíuþýðingin
Ný þýðing:
Þá lét Drottinn Guð djúpan svefn falla á manninn. Og er hann var sofn-
aður tók hann eitt af rifjum hans og setti hold í þess stað. Og Drottinn Guð
myndaði konu af rifinu sem hann hafði tekið úr manninum og leiddi hana
til mannsins.
Þá sagði maðurinn:
Loks er hér bein af mínum beinum og hold af mínu holdi. Hún skal kven-
maður kallast af því að hún er af karlmanni tekin.
Af þessum sökum yfirgefúr maöur foður sinn og móður sína og býr við
eiginkonu sína og þau verða einn maður.
Þau voru bæði nakin, karlinn og kona hans, en blygðuðust sín ekki.
NRSV:
So the Lord God caused a deep sleep to fall upon the man, and he slept;
then he took one of his ribs and closed up its place with flesh. And the rib
that the Lord God had taken from the man he made into a woman and
brought her to the man. Then the man said,
“This at last is bone of my bones and flesh of my flesh; this one shall be
called Woman, for out of Man this one was taken.”
Therefore a man leaves his father and his mother and clings to his wife,
and they become one flesh.
And the man and his wife were both naked, and were not ashamed.
Hér er orðið maður augljóslega ekki lengur notað í merkingunni kona og
karl, hvorki í hebreska textanum, né í hinum íslenska. Ný þýðing á v. 24-25
hlýtur að orka mjög tvímælis og er erfitt að skilja notkun orðanna maður og
karl í þessum versum. Ekki er ljóst hvenær og af hverju þessi orð eru notuð
og hvað ræður því hvernig hebresku orðin ha-adam og is eru þýdd. í v. 24 er
is þýtt með maður, en í v. 25. er ha-adam þýtt með karl. Hér er því vikið frá
þeirri grundvallarreglu að þýða ha-adam með maður og is sem karl. I lok v.
24 er svo basar þýtt sem maður en ekki hold, til samræmis við breytingar
sem gerðar voru á þýðingum guðspjallanna í útgáfunni frá 1981, eins og
nánar verður vikið að hér á eftir.10
Ruglingsleg notkun á orðinu maður heldur áfram í 3. kaflanum, þar sem
segir frá syndafallinu. Sem dæmi um ósamræmið í notkun orðsins í íslensku
biblíuútgáfunni frá árinu 1981 má geta þess að titill kaflans er þar „Fall
mannsins“. Samkvæmt notkun orðsins maður í 2. og 3. kafla, það er að segja
í næsta samhengi bæði á undan og eftir, vísar titillinn þá einungis til falls
karlmannsins. í 3. kafla er orðið maður notað um karlinn, bæði í hebresk-
10 Mt 19.5. Sjá nánar umfjöllun hér á eftir um hjónavígslutexta í handbók íslensku þjóðkirkjunnar.
77