Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 83
Hvers kyns Biblía? - jafnréttisumræðan og Biblíuþýðingin
í öðrum heftum er að finna sambærilega klausu. Að mínu mati er jafnréttis-
sjónarmiðið dæmi um þá nauðsyn sem hér er vísað til. Eins og kemur vel
fram í NRSV, þá krefst málfar beggja kynja ekki þýðingaraðferðar sem
byggist á umritun eða „paraphrasing“, þó að nauðsynlegt geti reynst að
umorða í einstaka tilvikum. í svari stjórnar Biblíufélagsins til jafnréttis-
nefndar kirkjunnar í nóvember árið 2000 er því hins vegar haldið fram að
málfar beggja kynja kalli á umritun texta. Þar segir meðal annars:
Grundvallarregla sem gengið er út frá í öllum fræðilega vönduðum
Biblíuþýðingum er trúnaður við frumtextann. Biblían endurspeglar
þjóðfélagsgerð og viðhorf síns tíma sem óhjákvæmilega hlýtur að koma
ffam í þýðingu. Umritaðar útgáfúr (parafraseringar) geta og hafa leyft sér
margvísleg frávik en umrædd þýðing er annars eðlis.
í þessari grein hef ég leitast við að sýna fram á að þetta svar stjórnar Hins
íslenska biblíufélags stenst ekki, eins og dæmi NRSV sannar. Áherslu-
breytingin sem kemur fram í vinnureglunum sem stjórn Biblíufélagsins hef-
ur samþykkt að endurskoðunarnefnd Nýja testamentisins fari eftir í vinnu
sinni, þykir mér benda til þess að stjórnin hafi síðan endurskoðað afstöðu
sína.
Vegna þess mikilvæga hlutverks sem Davíðssálmar gegna í trúariðkun og
helgihaldi íslensku þjóðarinnar vil ég að lokum nefna nokkur dæmi úr þeim.
Því miður hefur ný þýðing á Davíðssálmum ekki enn litið dagsins ljós, en
það verður forvitnilegt að sjá hvernig eftirfarandi vers munu líta út í þeirri
þýðingu sem nú er í vinnslu. Versin hljóma svo í þýðingunni frá 1981:
Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar
miklu miskunnsemi. Þvo mig hreinan af misgjörð minni, hreinsa mig af
synd minni, því að ég þekki sjálfur afbrot mín, og synd mín stendur mér
stöðugt fyrir hugskotssjónum. (51.3-5)
Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? (119.9)
Ég varð glaður er menn sögðu við mig: Göngum í hús Drottins. (122.1)
Ég lofa þig íyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru
verk þín, það veit ég næsta vel. Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég
var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar. (139.14-15)
Allt eru þetta textar sem hljóma kunnuglega í eyrum íslenskra kirkjugesta.
Þessi vers, sem valin eru af handahófi, staðfesta að ef ný þýðing á að virka
sem „kirkjubiblía“ gengur einfaldlega ekki að halda óbreyttri stefnu frá síð-
81