Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 99
Er bibliumál karlamál?
og ljölmörg önnur - eiga það sameiginlegt að nota ómarkað karlkyn þar sem
kynferði skiptir ekki máli.
Gamla testamentið er þýtt úr hebresku. Þar eru boðorðin t.d. sett fram í 2.
persónu, eintölu, karlkyni.45 Merkir það þá að þau eigi ekki við um konur?
Mega konur ljúga, stela, drýgja hór og myrða mann og annan? Að sjálfsögðu
ekki. Málfræðilegt karlkyn útilokar ekki konur og boðorðin eiga því jafnt
við um konur og karla.
Sama gildir um grísku. Þar er karlkyn líka ómarkað og notað þegar vísað
er til beggja kynja. Gott dæmi um það er fjórði kapituli Jóhannesarguðspjalls
þar sem Jesús biður samverska konu um vatn. í 14. versi gefur Jesús það
fyrirheit að hvem, sem drykki af vatninu sem hann sjálfur gæfí, myndi aldrei
þyrsta að eilífu. Fyrirheitið á jafnt við um konur og karla og gríska fomafnið
er því í karlkyni: aí)XÓQ. Hefði kvenkynsfomafnið a'bxij verið notað ætti
fyrirheitið eingöngu við konur.
Markviss breyting úr eintölu í fleirtölu breytir yfirbragði Biblíunnar þar
sem áherslan á að Guð láti sig einstaklinginn varða fer forgörðum. Það er
ekki lítil breyting. Vissulega má segja að þessar þýðingar, t.d. í
Jóhannesarguðspjalli 14.21 (sjá dæmi (24)), merki „nánast það sama“ en það
er ekki nóg. Þýðandanum er ekki heimilt að hagræða textanum að vild. Ekki
geta allir lesið fmmtextana. Hvenær getur lesandi, sem hvorki þekkir aðrar
þýðingar né er læs á frumtextana, vitað hvenær textinn er þýddur í réttri tölu
og í réttri persónu? Hvenær má hann treysta því að ekki sé bætt inn í text-
ann? í frumtexta Jóhannesarguðspjalls 14.21 er t.d. hvergi minnst á móður
eins og gert er í Vinkonum og vinum Jesú.
Eins og fram hefur komið er karlkyn notað bæði í hebresku og grísku þar
sem vísa á til beggja kynja. Væri þá ekki nákvæmara að nota einnig ómarkað
karlkyn í íslenskri þýðingu? Engar uppgötvanir hafa verið gerðar í fom-
fræði, enginn nýr skilningur hefur komið fram á grískum og hebreskum text-
um, sem styðja að þýða skuli í fleirtölu í stað eintölu, eða nota 2. persónu í
stað 3. persónu til þess að forðast ómarkað karlkyn. Ef einhver vegur er að
halda upprunalegri persónu og tölu í þýðingu á eðlilegu og vönduðu máli þá
á að gera það.
Ekki verður heldur séð að þær breytingar séu að verða á móðurmálinu
sem gætu rökstutt þessa þýðingarstefnu. Er líklegt að nútímamenn skilji
eftirfarandi setningar þannig að þær eigi aðeins við um karlmenn?
45 í hebresku er kynaðgreining í 2. persónu.
97