Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 109
Er biblíumál karlamál?
Annað dæmi sem hljómar einkennilega er þýðing NRSV á Jobsbók 24.9. Þar
er reynt að forðast enska orðið fatherless, sem hefði líklega legið beinast við
að nota, en trúlega þótt vera of kynbundið. I staðinn er notað orphan child,
sem hefur vissulega aðra merkingu, þ.e. föðurleysingi er föðurlaust bam en
munaðarleysingi er bam sem er foreldralaust. I samhengi Jobsbókar 24.9 er
sérkennilegt að tala um munaðarleysingja: Getur munaðarlaust bam drukkið
úr brjósti móður sinnar eða skyldi önnur kona hafa munaðarleysingjann á
brjósti?
(53) There are those who snatch the orphan child from the breast, and
take as a pledge the infant of the poor.76
Þeir slíta föðurleysingja frá brjósti móður og brjóstmylkinga um-
komulausra taka þeir að veði.77
Nokkur dæmi má sjá í þeirri biblíuþýðingu, sem nú er unnið að, að nú er þýtt
foreldrar þar sem áður hafði verið þýtt feður og barn þar sem áður hafði
verið þýtt sonur.
(54) Bamabömin eru kóróna öldunganna og feðurnir em heiður bam-
anna.78
Bamabömin eru kóróna öldunganna og foreldrarnir em sæmd bam-
anna.79
Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður.80
Eins og móðir huggar barn sitt, eins mun ég hugga yður.81
Kvennaguðfræðingar gagnrýna að myndirnar, sem em notaðar um Guð, séu
oft karlkyns og að Guð sé ekki ávarpaður sem móðir til jafns við föður. Þetta
má sjá í þýðingu Vinkvenna og vina Jesú þar sem forðast er að nota orðið
faðir um Guð og jafnvel er bætt inn orðinu móðir til jafnvægis við orðið
faðir, sbr. (24). Einnig er athyglisvert að í stað þess að nota fomafn til að
vísa í orðið Guð er orðið endurtekið:
76 NRSV, Job 24.9.
77 Bibliurít/Ný þýðing 7: Job 24.9.
78 Biblían 1981, Ok 17.6.
79 Biblíurit/Ný þýðing 6: Ok 17.6.
80 Biblian 1981, Jes 66.13.
81 BiblíuritíNýþýðing 8: Jes 66.13.
107