Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 120
Gunnlaugur A. Jónsson
áhrif, notkun eða túlkun. Þar með er hugtakið „trúarleg kvikmynd“ óneitan-
lega víkkað verulega. Ég leggst ekki gegn þessari skilgreiningu en vil geta
þess að áhugi minn sem biblíufræðings hefúr verið meiri á kvikmyndum þar
sem beinlínis er unnt að sýna fram á að um meðvitaða notkun eða túlkun
biblíulegra steija hafi verið að ræða hjá kvikmyndaframleiðandanum, m.ö.o.
einhvers konar áhrif hinna biblíulega texta á kvikmyndirnar. En ég verð líka
í því sambandi að kannast við að oft hef ég komist að þeirri niðurstöðu að
frekar sé um ómeðvituð áhrif eða notkun að ræða, framleiðandinn sé svo
mótaður af biblíulegum áhrifum í vestrænni menningu að hann hreinlega
geri sér ekki grein fyrir því að hann er að vinna með biblíulegt efni eða er
undir áhrifum frá því.
Árni Svanur Daníelsson sendi mér einnig sjónarmið sín um hvernig beri
að skilgreina trúarlegar kvikmyndir. Hann segir: „Ég hef alltaf litið svo á að
við værum að rannsaka trúar- og siðferðisstef í kvikmyndum og hefðum að
vopni og nálgun það sem liggur undir í hefðbundinni skiptingu guðfræðinn-
ar í fræðigreinar, þ.e. að styrkur okkar fælist að vissu leyti í því að við höf-
um ólíkan bakgrunn í fræðigreinum guðfræðinnar og skoðum því kvikmynd-
irnar sem viðfangsefni út frá ólíkum sjónarhornum, leitum að ólíkum stefj-
um og beitum ólíkum aðferðum o.s.frv. En getum þó ætíð verið sammála um
að við séum að vinna að hliðstæðum rannsóknum, rétt eins og trúfræðingur-
inn og gamlatestamentisfræðingurinn eru sammála um að þeir séu báðir að
vinna að guðfræðilegum rannsóknum.“
Undir þetta get ég í stórum dráttum tekið. Ef tekið er dæmi af grein Árna
Svans í bókinni þar sem hann fjallar um kvikmyndina CastAway þá minnist
ég þess að einhver sem heyrði að sú mynd væri meðal þess sem við værum
að ijalla um spurði hvort við værum ekki farin að teygja okkur ansi langt ef
við héldum því fram að sú mynd væri trúarleg eða byggði á biblíulegum
grunni. Nú segir Árni Svanur það raunar hvergi í grein sinni að svo sé. Þess
í stað talar hann um ákveðinn skyldleika milli Cast Away og hugmynda
þýska guðfræðingsins og siðbótarmannsins Marteins Lúthers um frelsun
mannsins.9 Annars staðar notar hann hugtakið „hliðstæður.“10
Sjálfúr er ég sannfærður um að aðstandendur myndarinnar hafa alls ekki
verið með þessar hliðstæður í huga, enda heldur Árni Svanur því hvergi
fram. En það kemur ekki í veg fyrir að hann sjái trúarlega vídd í myndinni,
sbr. lokaorð hans: „...í þessari kvikmynd finnum við skýra framsetningu á
9 Árni Svanur Daníelsson 2001, „Brottkast manns: Lögmál og fagnaðarerindi og kvikmyndin Cast
Away.“ í: Guð á hvíta tjaldinu, s. 114.
10 Sama rit, s. 117.
118