Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 123

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 123
Biblíuleg stefí kvikmyndum ganga ekki lengra en það. Séu vísanirnar hins vegar umtalsverðar og hlið- stæðurnar við Krist afgerandi þá tel ég sjálfgefið að tala um kristsgerving, ekki síst ef greina megi hjálpræðislegt samhengi í uppbyggingu myndarinn- ar. Þessi atriði tel ég vera til staðar í hinni frábæru dönsku kvikmynd um Gestaboð Babettu og ekki síst eru hliðstæðurnar við hina heilögu kvöldmál- tíð augljósar í myndinni. Víst er hægt að njóta myndar eins og Gestaboðs Babettu án þess að hafa hinar ríkulegu biblíulegu vísanir og skírskotanir í huga eða gera sér grein fyrir þeim. En óneitanlega fer sá áhorfandi mikils á mis sem ekki kemur auga á þessar hliðstæður sem, að mínu mati, auka mjög á gildi myndarinnar. Það er vissulega athyglisvert hvað konur eru fyrirferðamiklar í umræð- unni um kristsgervinga i kvikmyndum og gerir Arnfríður því efni ítarleg skil í grein sinni, sem ekki er tími til að fara frekar út í hér. Læt ég nægja að segja þá skoðun mína að næst á eftir Babettu hefur mér löngum fundist Bess í Breaking the Waves athyglisverðasta persónan í því sambandi. Um hana not- ar Arnfríður hugtakið „neikvæður kristsgervingur.“ Ekki er heldur rúm hér til að taka til umijöllunar hina athyglisverðu grein Péturs Péturssonar þar sem hann tekur fyrir jafn ólíka persónuleika og Gretti Ásmundarson, Hall- grím Pétursson og Clint Eastwood í hlutverki í kvikmyndinni Pale Rider í umræðu sinni um kristsgervinga í bókmenntum og kvikmyndum. En víst er fróðlegt að taka til umræðu og bera saman persónur úr íslenskri menningar- sögu og bandarískum kvikmyndum. I báðum tilfellum er byggt á hinni sam- eiginlegu kristnu menningararfleifð. Áður en ég segi skilið við þetta spjall um kristsgervinga vil ég nefna hlið- stæðu úr Gamla testamentinu, nánar tiltekið Jobsbók, sem mikið hefur ver- ið unnið með í bókmenntum og listum. Nýlegt og forvitnilegt íslenskt dæmi er hin mjög svo athyglisverða og læsilega bók Ólafs Gunnarsson Vetrarferð- in sem kom út fyrir jólin 1999. Þar leynir sér ekki að höfundur vinnur mark- visst með Jobsbók og það svo mjög að ég myndi ekki hika við að tala um að- alpersónu bókarinnar veitingakonuna Sigrúnu sem Jobsgerving. Henni veit- ist allt sem hún þráir og er svipt öllu því dýrmætasta sem hún á. Heyrt hef ég greinda menn úr prestastétt andmæla því ákveðið að talað sé um þessa konu sem Jobsgerving vegna þess að talsvert hafi vantað upp á að hún hafi verið syndlaus eða vammlaus persóna. En í þessu tilfelli búum við þannig að hafa getað spurt höfundinn sjálfan hvað hann hafi haft í huga þegar hann skrifaði bókina en einn nemenda minna átti við hann viðtal í tengslum við eitt af námskeiðum mínum um áhrifasögu Gamla testamentisins.17 Þar stað- 17 Umrætt viðtal tók Gunnar Jóhannesson stud. theol. 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.