Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 125
Biblíuleg stefí kvikmyndum
myndin Kolya, norska myndin Söndagsengler, Fílamaðurinn, (Elephant
Man) sem fékk á sínum tíma einar áttu tilnefningar til óskarsverðlauna, og
loks bandaríska myndin Liberty Heights. Allt er þetta mjög áhugaverðar
myndir.
Annars vekur það athygli þegar kannað er hvernig sálmurinn „Drottinn er
minn hirðir" er notaður í kvikmyndum á hve fjölbreytilegan hátt það er gert.
Vissulega er langalgengast að hann sé tengdur útfararsenum og dauða, en
líka má sjá andstæðu þess þar sem hann er tengdur tilhugalífi, ástum og róm-
antík. Oftar er þó um að ræða bæn á hættustund eða í örvæntingu, þar sem
sálmurinn reynist styrkur í þrengingum, hjálp í nauðum. Þá eru þess dæmi
að honum sé ruglað saman við faðir-vorið og segir það sína sögu um mikil-
vægi sálmsins í hugum fólks. Mörg athyglisverð dæmi má og finna þar sem
snúið er út úr sálminum en það gerir fólk yfirleitt einungis með mjög þekkta
texta, ella missir það marks. Ekki er síður eftirtektarvert er að sjá hvernig
sálmurinn er notaður sem sameiningartákn ólíkra trúarbragða, einkum þó
þegar í hlut eiga gyðingar og kristnir menn. Þá hef ég og fundið a.m.k. tvö
dæmi þess að sálmurinn leiði til bænheyrslu sem líkja megi við kraftaverk.
Kolya
Einna athyglisverðustu notkun S1 23 í kvikmyndum er að finna í tékknesku
kvikmyndinni Kolya sem hlaut bæði Golden Globe verðlaunin og Ósk-
arsverðlaunin sem besta erlenda myndin 1996.18
Myndin hefst á því að söngkona syngur sálm 23 við hið gullfallega lag
tónskáldsins A. Dvoraks og hún endar á því að aðalsögupersóna myndarinn-
ar, rússneski drenghnokkinn Kolya, hefur yfir sálminn á tékknesku og reyn-
ist sálmurinn vera það fyrsta sem hann hefúr lært í því tungumáli. Þessi vin-
sælasti sálmur Saltarans kemur mjög við sögu á lykilstöðum í atburðarás
myndarinnar.
Myndin Qallar um piparveininn og kvennabósann Louka sem hefur lifi-
brauð sitt af því að spila og kenna á selló. Hann hefur orðið fórnarlamb póli-
tískra ofsókna og er skuldugur upp fyrir haus og spilar fyrst og fremst við
jarðarfarir. „Ertu enn að spila fyrir líkin?“ spyr kunningi hans hann á einum
stað í myndinni. Það má því með sanni segja að hann lifi í „dauðans skugga
dal“ svo vitnað sé í orðalag úr Sálmi 23.
í fjárhagserfiðleikum sínum lætur Louka tilleiðast að giftast rússneskri
konu með sýndarbrúðkaupi og getur þannig keypt sér Trabant. Þessi leik-
18 Sjá stutta en athyglisverða grein Jóhönnu Þráinsdóttur um þessa mynd í bókinni Guð á hvitatjald-
inu 2001, s. 141-145.
123