Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 129
Biblíuleg stef í kvikmyndum
Notkun Sálms 23 í vestranum Pale Rider (1985) minnir talsvert á notkun
sálmsins í kvikmyndinni China Cry. I Pale Rider fer unglingsstúlka með
sálminn snemma í myndinni eftir að þorp gullleitarmanna, sem hún býr í,
hefur orðið fyrir árás og hundurinn hennar drepinn. Bætir hún ýmsu inn í
sálminn þegar hún er að jarðsetja hundinn sinn og endar á orðunum: „Ef þú
hjálpur okkur ekki munum við öll deyja. Ég bið bara um eitt kraftaverk.
Amen.“ Að lokinni þessari bæn stúlkunnar birtist síðan kraftaverkið í formi
verndara eða frelsara á hesti. Reynist þar komin aðalsögupersóna myndar-
innar, leikin af Clint Eastwood. Hafa ýmsir orðið til að líkja hetjunni sem
hann leikur við Kristsgerving.
Ekki fer á milli mála að Sálmur 23 hefur einstaka stöðu meðal trúartexta
í kvikmyndum. Ég hef safnað allmörgum tugum dæma um myndir þar sem
sálmurinn kemur við sögu og virðist mér sem dálæti kvikmyndagerðar-
manna á sálminum sé svipað í Evrópu og Bandaríkjunum. Hin ijölbreytilega
notkun hans vekur mesta athygli og sýnir að þessi áhrifamikli og vinsæli
texti býr yfir þeim eiginleikum að hann getur talað til fólks á öllum tímum,
við ólíkar aðstæður, hvort heldur er á gleði eða sorgarstundu.
Gildi kvikmyndarannsókna fyrir biblíufrœðin
Allt frá upphafi kvikmyndanna hafa þær átt samleið með Biblíunni. Hún
hefur reynst þeim óþrjótandi uppsrpettulind og svo er enn. Kvikmyndirnar
eru því gott dæmi um áhrifamátt Biblíunnar.20
í ljósi þess sem fram hefur komið hér að framan má ljóst vera að guð-
fræðin hefur ýmislegt til málanna að leggja á sviði kvikmyndafræðanna.
Guðfræðileg greining á kvikmyndum og kynning á slíkum rannsóknum fýr-
ir áhugafólki um kvikmyndir er til þess fallin að sporna gegn því ólæsi sem
allur þorri kvikmyndahúsagesta virðist haldinn á trúarleg stef í kvikmynd-
um.
En sú spurning hlýtur jafnframt að vakna hvort rannsóknir á notkun bibl-
íulegra texta og hugmynda í kvikmyndum hafi einhverja þýðingu fyrir rit-
skýringuna sem slíka. Svar mitt við þeirri spurningu eru tvímælalaust ját-
andi.
(1) Fyrst vil ég nefna að biblíufræði eru aldrei stunduð í tómarúmi og
tvennt þarf til svo að merking verði til: texta og lesanda. Notkun biblíulegra
stefja í kvikmyndum minnir okkur á og sýnir fram á þessi sannindi, þ.e.
hvernig notandinn, í þessu tilfelli kvikmyndaframleiðandinn, túlkar textann
20 Sbr. Gunnlaugur A. Jónsson 1999, „Réttlæti og fögnuður kyssast. Um biblíuleg stef í kvikmynd-
um.“ í: Heimur kvikmyndanna. Ritstj. Guðni Elísson. Reykjavik, Forlagið, s. 456
127