Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 153
Andmœli við doktorsvörn Sigurjóns Árna Eyjólfssonar
vinnsla. Margt annað hefði mátt skoða fremur úr fórum Helga, t.d. Kverið
sem Helgi vildi túlka í anda Marteins Lúthers. Líklega lærði meirihluti
landsmanna Helgakver á sinni tíð og það er guðfræðilegur minnisvarði, sem
vert hefði verið fyrir Lúthersfræðing að staldra við í íslensku samhengi.
Lítt er vikið að þeim sem hafa ritað um Lúther og lúthersk stef á síðustu
tveimur öldum. Lúthersbókin frá 1989 er ekki tekin til umfjöllunar né held-
ur nýlegt Lúthershefti Kirkjuritsins. Auðvitað getur Sigurjón Árni vikið sér
undan og haldið fram að fræðilegur stíll þessa efnis hafi ekki verið á bylgju-
lengd hins framlagða rits hans. En að ósekju hefði mátt stytta marga kafla og
sleppa en taka fremur með íslenskt efni og alla vega virða íslenska höfunda
þess viðlits að hafna kenningum þeirra með rökum. Á þetta sérstaklega við
hið sérstaka fræðilega efni, sem kemur fram í doktorsritgerðum. Nefna skal
doktorsritgerðir Björns Björnssonar og Arnfríðar Guðmundsdóttur, sem vert
hefði verið að fjalla um. Sigurjón Ámi vitnar 26 sinnum í eigin rit og hefði
útlátalítið getað bætt þessu við?
Raunar hafa sem næst allir kennarar guðfræðideildar skrifað um efni, sem
vert væri að geta. Niðurstaðan er því sú að Guðfræði Marteins Lúthers tali
ekki við íslenska Lúthershefð, heldur sé hugsuð sem algerlega sjálfstætt er-
indi. Þessi skortur á viðræðu við íslenska höfunda staðfestir aðeins þá til-
finningu, að viðmið sé þýskt og samengið þýskt einnig. Þetta er mjög mið-
ur og rýrir menningarlegt gildi bókarinnar og kallar í raun á, að Sigurjón
Árni taki næsta skref þótt síðar verði. Hann á eftir að sýna samferðafólki
sínu, að hann taki eftir þeim og verkum þeirra!
Aðrar heimildahjásetur
Norðurlandamenn hafa sinnt talsverðum Lúthersrannsóknum á síðari hluta
tuttugustu aldar. Því miður hafa þeir ekki hlotið miklu meiri náð í riti Sigur-
jóns Árna en íslendingar. Það er eiginlega aðeins finnski skólinn sem hefur
fengið einhverja umfjöllun umfram það að vera nefndir. Hið sama má raun-
ar segja um ameríska guðfræðinga af lútherska skólanum. Allur þessi
vítamínskortur er bagalegur í hinu framlagða riti, og væri hægt að taka eða
skilja sem vott um fræðilega einþykkni eða einsýni.
í ritinu er fólgin siðferðileg þverstæða. Annars vegar eru forsendurnar
þýskar og viðmælendur þar með þýskir fræðimenn og guðfræðingar, en mál-
ið er íslenskt. Fæstir íslendingar hafa þó lesið þýska guðfræði eða hugað að
þýskum aðstæðum. Er þessi tvíræðni ásættanleg og ábyggileg? Doktorsriti er
kannski ekki ætlað að svara slíkri spurningu, en eðlilegt að á þetta sé minnt.
En íslenskir lesendur geta héðan af lesið ítarlega umQöllun um Lúther og þar
151