Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 160
Sigurður Arni Þórðarson
rit. Hann hefur tengt saman og í formála og forspjalli skýrt og samflétt-
að hinar ólíku og fjölbreytilegu greinar, klasa og guðfræðistæður og
gengið frá svo vel, að kröfum um þennan þátt er fullnægt.
Um Jóhannesartúlkunina
í markmiðsáætlun Sigurjóns Árna er talað um að hann ætli að setja guðfræði
Lúthers fram á samstæðilegan hátt með hliðsjón af túlkun hans á Jóhannes-
arguðspjalli frá árunum 1535-1540 (bls. 21). Hann upplýsir einnig, að Lúth-
ersfræðin hafi um of sneitt hjá því efni. Þarna sér fræðimaðurinn lítt numið
land og lái honum hver sem vill, að þar vilji hann plægja. En síðan komst
hann að því og segir það berum orðum (bls. 17), að hann hafi gert sér grein
fyrir að hann þyrfti að bæta við efni frá öðrum ritum Lúthers til að fullnægja
hinni kröfunni, sem hann setti sér, þ.e. að gera grein fyrir efninu samstæði-
lega og kerfisbundið. Þarna er opinberuð og tjáð ein af kreppum Sigurjóns
Árna. Hann vill gjarnan nýta sér Jóhannesarlagið, en fipast vegna þess að
það er svo margt í sjónum, sem hann verður að hrifsa með til strandar. Mér
sýnist á því efni, sem hann tilfærir, að hann hefði getað skrifað afar verð-
mæta bók um Jóhannesartúlkunina sérstaklega. Sú bók hefði kannski ekki
orðið til að hrekja fordóma upp á íslandi um Lúthersþátt siðbreytingar, en
hún hefði getað orðið höfundi stökkpallur í þýskum fræðaheimi, ef hún hefði
verið gefin út á þýsku. En kanski hafði hann engan hug á þeim fimleikum.
Hann fór ekki þá leið, heldur bætti við og jók, stakk inn útúrdúrum og hélt
áfram að auka í.
Eftirá að hyggja sýnist mér að Jóhannesarefhið hafi orðið aðeins einn uppi-
stöðuþáttur með öðrum, vissulega mikilvægur, en þó aðeins einn meðal annarra.
Jafnvel má velta fyrir sér, hvort heiti bókarinnar sé ofrausn. Alveg eins hefði ver-
ið hægt að segja að sérstaklega verði skoðuð áhrif Galatabréfsins, sem er nú
reyndar einn af klassíkerum Lúthers sem höfundur vitnar oft til. Átti Siguijón
Ámi erfitt með að viðurkenna fyrir sér þegar á leið, að verkið var annað en hann
hóf að rita liðlega tíu árum fyrr? Festi hann niður sínar stikur en átti erfitt með
að breyta leiðum, safhaði hann hugmyndum en átti erfitt með að grisja og
henda? Þessu þyrfti Sigurjón Ámi að svara með einhveiju móti.
Spurt er
Sigurjón Ámi mætti gjarnan segja okkur eða skýra út:
Af hverju hann skrifaði eina en ekki þrjár bækur?
Af hverju hann skrifaði á íslensku en ekki þýsku?
Hverjir séu viðtakendur ef ekki þýskir fræðimenn?
Af hverju ekki að skrifa einsýna bók um Jóhannesartúlkun?
158