Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 171

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 171
Ritdómar prédikar á og nýtir þá oftar en ekki yfirburða þekkingu sína á kristnisögu ís- lands. Prédikun hans í Hvalsneskirkju 5. sunnudag í föstu er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þar ræðir hann að sjálfsögðu um Hallgrím Pétursson og segir: „Hér að Hvalsnesi er ekki unnt að koma án þess að þakka. Síst af öllu í ár“ (s. 26). Og ennfremur: „Og árin, sem hann lifði hér, mótdræg í mörgu, áttu úrslitaþátt í því að móta hann á þann veg, að hann varð hæstur og dáðastur höfðingi kristninnar á íslandi af hérlendum mönnum að vera“ (s. 28). í þessu velheppnaða prédikanasafni munu allir áhugasamir lesendur um málefni íslenskrar kirkju og kristni finna margt sem hittir þá í hjartastað. Margt talaði sterkt til mín í þessu prédikanasafni og er mér minnistætt. Þar get ég nefnt umræðu Sigurbjörns um þjóðsönginn okkar og hvernig hann svarar á kröftugan og skýran hátt gagnrýni sem fram hefur komið á þennan lofsöng sem ortur var af Matthíasi Jochumssyni út af 90. Davíðssálmi i til- efni af 1000 ára afmæli íslandsbyggðar (s. 244 o.áfr.). Þannig gæti ég hald- ið lengi áfram að telja en ég vil að lokum nefna þá prédikun sem höfðaði einna sterkast til mín. Hún var flutt í Áskirkju á allra heilagra messu 2000. Þar prédikar Sigurbjörn út af fjallræðunni, minnist á eigin fjallgöngur, bæði á Esju og Heklu, og líkir lífsgöngu mannsins við Qallgöngu. Þar kemst bisk- upinn meðal annars þannig að orði: „Hvað sem fjallgöngum líður verða all- ir að þreyta sína lífsgöngu. Eitthvað verður bratt, einhvers staðar verður þungt fyrir fæti á þeirri göngu“ (s. 149). í sömu prédikun segir hann: „Að vera kristinn er að vilja snúa í áttina upp, til fjallsins, til ljóssins, sem ljóm- ar um tindinn“ (s. 148). Á fjallgöngu minni forðum fékk ég eitt andartak að sjá gegnum skýin. Síðan vissi ég, hvað huldist á bak við þau. Þegar ég hugsa um það og nefni það hér er ég að minnast þess og þakka það, sem trúin hefur gefið mér. Ég er að minnast á reynslu, sem allir kann- ast við, sem lifa trúarlífi, sækja kirkju, staldra við á daglegri för og minn- ast Drottins, lofa honum að minna á sig. Það gerist svo oft á slíkum stundum, að það rofar til, maður sér betur, verður styrkari í spori á eftir. Maður fær þá að sjá bjarma fyrir heimi birtunnar, hinni sönnu tilveru, veröld hins góða, fagra og fullkomna. Þeirri tilveru, sem endurskín í Fjallræðunni og í öllu, sem Jesús mælti og vann og var.“ (s. 150). Þetta þótti mér sérlega góð prédikun, minnistæð og áhrifarík. Hún er um margt dæmigerð fyrir Sigurbjöm sem prédikara og kennimann. Prédikanasafnið í heild ætti að vera skyldulesning fyrir guðfræðinema og presta líka en umfram allt er safn þetta mjög við hæfi allra þeirra sem unna kristni eða vilja kynnast henni betur. Hafi dr. theol. Sigurbjörn Einarsson biskup og útgefendur þessa rits heila þökk fyrir framtakið. 169
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.