Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Síða 58

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Síða 58
hugsanlega vandræðamenn48. Niðurstaða mín varðandi þennan samanburð er sú, að ritari Olafs sögunnar hafi notast við annars vegar Sturlubók en jafnframt því við svipaða heimild og Haukur, en á meðvitaðan hátt sveigt frásögnina að kristilegum rétttrúnaði hins upplýsta 14. aldar manns. Skrúðmælgi frásagnarinnar og bein ræða, benda ótvírætt til sögusmiðsins, samsetningar eins og bjartur og veglegur og allsvaldandi guð.49 I alla staði ber Hauksbókartextinn merki um að vera eldri og upprunalegri.50 Hauksbókartextinn gæti hæglegast verið frá Styrmi runninn og þá á ég við allan textaauka Hauks.51 Sveinbjörn Rafnsson telur aðeins hluta af auka Hauks frá Styrmi kominn þ.e. frásögnin þar sem tilvísunin til Gríms kemur fyrir og beinafundinn undir Eyjafjöllum og hugsanlega fjölgun draumanna.52 Sú hyggja Sveinbjarnar, að helgisögnin eigi uppruna sinn í gamalli Ólafs sögu, litar alla umfjöllun hans um þetta mál. Af því hann vill gera þessari fornu Ólafs sögu svo hátt undir höfði, að áhrifa frá henni gæti í Sturlubók og Styrmisbók verður draumleysi Sturlubókar töluvert vandamál. Lausn hans er sú, að Sturla hafi „medvetat utelámnat drömberáttelsen...“53 Mörgum árum seinna bætir Sveinbjörn við eftirfarandi skýringu á verklagi Sturlu: „Líklega hefur honum ekki þótt ómaksins vert að afrita hana í Sturlubók, fjósakonusögu þar sem eng- inn er landnámsmaðurinn.“54 Frásagnaraukar Hauksbókar um Ásólf bera þess merki að vera af sömu rót sprottnir. Þar á ég við hliðstæður sem birtast í því að 48 Herren Michael 1983, bls.486. Hér er um að ræða nafna Kólumkilla okkar eða Columba eða Columcille skv. Herren Michael og því auðvelt að rugla þeim saman. (1983, bls.485). 49 Samkvæmt rannsóknum Ólafs Halldórssonar (1987-1989)gædr áhrifa sögusmiðsins víða, sjá bls.49-50. 50 Að þessu ýjar Judith Jesch þar sem hún segir „That could suggest that LdnHb retains some elements of the legend in its original form“(1985, bls.520). 51 Finnur Jónsson var þess fullviss að textaukann mætti heimfæra upp á Styrmi, „Alle de anforte tillæg osv. passer fuldstændig til det forfatterskab, - hvis det kan kaldes sáledes -, som Styrme har eller kan antages at have udfoldet.“(1900,xv). 52 Hann virðist taka undir með Birni M. Ólsen sem talaði um að sögnin í H „gengiver hele Ásólfs-legenden pá et senere udviklingstrin end 01afssagaen.“(Ólsen 1893, bls. 307). Sjá Sveinbjörn Rafnsson 1974 75-76. „Det kan darför mycket val vara Grímr som ytterst stár bakom legendvarianten om Ásólfur í H.“(1974, bls.78). 53 Sveinbjörn Rafnsson 1974, 75. Sama kemur fram í Sögugerð Landnámabókar, „Sögunni er hins vegar sleppt í Sturlubók, að því er virðist af ásettu ráði.“(2001, bls.69-70) Beinast liggur við að ætla að hér eigi Sveinbjörn við svipaða draumafrásögn og í Ólafs sögunni. 54 Sveinbjörn Rafnsson 2001,70. Án þess að skýra það nánar er eins og Sveinbjörn hallist nú að því að frásögnin í forriti Sturlu hafi verið svipuð og hjá Hauki, a.m.k. er engin fjósakonudraumur í Ólafs sögunni. 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.