Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 155

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 155
McGrath bendir á að efnistök Dawkins í The God Delusion sé með öllu óvísindaleg og sneydd fræðilegri þekkingu í trúarbragðafræðum. Um sé að ræða heilmikið af mistúlkunum, rangfærslum og gervivísindalegum vangaveltum sem tengdar séu alþýðlegri gagnrýni á trúarbrögð og að mestu fengnar úr ritum gamalla guðleysingja og óáreiðanlegum netheimildum. Orðræða Dawkins einkennist fyrst og fremst af róttækum dæmum, alhæfmgum, ýkjum og skrumskælingjum til þess að vekja tortryggni og andúð þeirra sem lítið sem ekkert þekkja til kristinnar trúar og annarra eingyðistrúarbragða. Forsenda hans sé ekki að setja sig í spor þeirra sem hann skrifi um til að reyna að skilja þá og fara rétt með hvað þeir standi fyrir, trúi og boði heldur leitist hann við að draga sem allra versta mynd upp af þeim út frá eigin fordómum, hleypidómum, sleggjudómum og umburðarleysi. Málflutningur og boðun Dawkins einkennist af trúarlegri bókstafstrú19 — einstrengingslegri áherslu á trúarleg grundvallaratriði sem ekki megi kvika frá — sem telji eigin sjónarmið hafin yfir gagnrýni og allt annað af hinu illa. Hann gangi jafnvel svo langt að efast um að þeir vísindamenn sem eru jákvæðir í garð trúarbragða meini virkilega það sem þeir séu að segja og þeir sem segist vera kristnir séu aðeins að þykjast. McGrath gagnrýnir Dawkins fyrir að sniðganga að mestu ritverk trúarbragðafræðinga í herferð sinni gegn trúarbrögðum en þau fáu sem 19 Enska hugtakið „fundamentalism“ er jafnan þýtt „bókstafstrú" á íslensku og gildir það bæði um íslensku þýðinguna á umræddri bók McGraths-hjónanna og þessa grein um hana. Engu að síður má draga í efa ágæti þeirrar þýðingar á þeirri forsendu að bókstafstrú sé aðeins ein af nokkrum mögulegum birtingarmyndum þess sem hugtakið stendur fyrir en ekki forsenda þess. Heitið er runnið frá sértrúarsafnaðarlegum anga kristinna þverkirkjulegra vakningarhreyfmga í Bandaríkjunum sem snemma á 20. öld kusu að aðgreina sig frá þeim kristnum einstaklingum og hreyfmgum sem hann taldi orðna of frjálslynda. Þessir gagnrýnendur settu fram nokkur kjarnaatriði kristinnar trúar sem þeir skilgreindu sem grundvallaratriði (fundamentals) sem ekki mætti undir nokkrum kringumstæðum kvika frá en þar með talið var óskeikulleiki ritningarinnar. Síðan þá hafa trúarbragðafræðingar og þá ekki síst trúarlífsfélagsfræðingar greint svipaðar áherslur innan fjölda annarra hreyfmga af öllum trúarbrögðum sem þeir hafa sömuleiðis kosið að skilgreina sem „fundamentalism" óháð því hvaða merking er lögð í einstök helgirit. Aðalatriðið er að lögð er ofuráhersla á viss atriði sem ekki megi kvika frá og geta allir sem slíkt gera verið litnir hornauga. Það er þess vegna sem Einar Sigurbjörnsson prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Islands hefur stungið upp á orðinu „grunnhyggja“ sem betri þýðingu á orðinu „fundamentalism“ en í raun má segja að orðið „grundvallarhyggja“ myndi ná því enn betur þótt það verði ekki notað hér. (Einar Sigurbjörnsson: Credo. Kristin trúfreeSi. Háskólaútgáfan. Reykjavík. 1993. Bls. 100.; Melton, J. Gordon: Encyclopedia of American Religion. Gale. Detroit. 1996. Bls. 107-109.) 153 i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.