Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 202
að klöngrast með lipra hesta eftir kindaslóðum yfir SkriSur þótt
ekki sé þaS greiSgengt. Má því hugsa sér aS fyrst hafi þær veriS
teknar til umferSar fyrir gangandi menn og sauSfé, síSar hafi menn
séS hag í aS koma hestum þessa leiS og þá fariS aS laga til, breikka
svolítið fjárgötur, velta steinum úr leið og hlaða svolítið í gil og
læki til að gera hestum greiðfærara, jafnvel með burð í góðu. Lega
elztu gatnanna sem vitneskja er um bendir eindregið til þess að sauð-
kindur hafi ráðið vegarstæði, og kemur nánar að því síðar.
Hins vegar er ljóst, þótt núlifandi menn muni vart til slíks, aS
SkriSnaleiðin hefur ekki verið talin einhlít. Enn sér víða allglöggt
til gatna yfir fjallið upp af Snotrunesi, Nesháls. Þar hefur verið
farið með hesta, erfiða leið og víðast bratta, og langa miðað við
hæð fjallsins. Að vísu hefur aldrei verið fjölfarin verzlunarleið fyrr
á öldum, hvorki um Skriður né Nesháls. Föst verzlun var ekki á
Borgarfirði fyrr en 1895. Á einokunartíma var BorgarfjörSur í um-
dæmi Stóru-BreiSuvíkur við ReySarfjörS. ÞangaS lá leiS um
Innfjöll, aðallega SandaskörS, og eru til örnefni sem minna á þá
verzlunarleiS, BorgfirSingagötur inn og niður fjallið héraðsmegin,
BorgfirSingaholt skammt fyrir ofan Gilsárteig, BorgfirSingavað á
Gilsá skammt þaðan og annað samnefnt á Núpsá upp frá Hjartar-
stöðum. Annars var alltaf verzlað mikið á BorgarfirSi þrátt fyrir um-
dæmaskipunina. BorgarfjörSur var líklega vegna afskekktrar legu
og nálægðar við Uthérað einn fremstu staða austanlands í laun-
verzlun (Jón J. ASils: Einokunarv. Dana á Isl. Rv. 1919 bls. 610) á
fyrri hluta 18. aldar. Löngu áður, á velmektardögum Hansamanna á
14. og 15. öld, „hafði lítil skúta gengið til BorgarfjarSar eystra
einu sinni eða tvisvar á hverju sumri, og þótti Njarðvíkingum og
öðrum þar um slóðir mikið hagræði í því, en að hálfu einokunar-
kaupmanna nutu þeir aldrei slíkra hlunninda. Eigi var trútt um, aS
erlendir duggarar héldi stundum til á vorin inni á BorgarfirSi og
LoSmundarfirði og víðar, því þeir voru nákunnugir öllum smugum
þar eystra, eigi síSur en fyrir norðan og vestan, og mun óspart hafa
verið keypt við þá í laumi.“ (Sama rit bls. 298.) Þess er getið á sama
stað að þessi verzlun Hansamanna hafi einnig verið rekin til hag-
ræðis fyrir ÚthéraSsmenn sem þótti langt að sækja til ReySarfjarð-
ar. Til er bréf úr BorgarfirSi frá 1633, kæruskjal á hendur kaup-
198
MULAÞINO