Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Qupperneq 69
MÚLAÞING
67
þá réttarbót Hákonar konungs frá 1306 og félagsgjörð
hjóna; lalþinigisisamþykkt 1404 um vinnufólk, nokkur blöð
um sættir, eiða, stefnur og fjárkröfur; þar næst bygging
konungsjarða, bókareið o. fl. Loks er hin s. n. Herjólfs-
réttarbót 1318 og svo reglugerðin um ljóstollagjöld, eftir
það gamli sáttmáli, en s'ðast bréf Vilhjálms kardinála 1247
um helgidaga leyfi. Lýkur þar bókargerseminni, sem varð-
veitt var undir Ási í tíð síra Bjama Einarssonar, því að
„á öftustu síðu, bls. 280, er ekki ritað annað en ómerkur
hégó'mi“, segir Jón Þorkelsson í Fombréfasafni.
Næstu sjö prestar fara allir frá Ási 1 önnur brauð og er
saga þeirra því síður bundin staðnum en hinna, sem þar
sátu meðan líf og heilsa entist. Á tengdason hans, síra Jón
Oddsson er þegar minnzt. Honum var veittur Ás eftir
dauða síra Bjama vorið 1729, en fyrir árslok var hann vik-
inn fyrir síra Einari Jónssyni vegna barneignarbrots. Síra
Jón fekk síðar uppreisn og þjónaði Hjaltastað í 25 ár. Síra
Einar var fæddur á Brimnesi við Seyðisfjörð1 1696, ví'gðist
að Eiðum 1719 og bjó í Mýnesi, unz hann kom að Ási til
18 ára veru, en þaðan fór hann að Berufirði og var loiks í
Kaldaðarnesi í Flóa. Um hann er sagt, að væri hneigðari
til skáldskapariðkana en guðfræði, þó hirðusamur prestur
og þýddi og samdi efni í bókina Uppvakningar fyrir þá,
sem lesa heilaga ritning, en við þær skriftir mun hann
hafa setið á efri ámm, er hann var löngu farinn af Héraði.
Síra Einar var prófastur í 2 ár, meðan þjónaði Ási og er einn
utn þann heiðurstitil allra Áspresta. Fyrri kona hans var
Málfríður Pétursdóttir prests á Klyppstað Þorvarðssonar.
Tveir synir þeirra settust að og bjuggu á Héraði, Pétur 1
Hleinargarði og Jón á Kóreksstöðum. En sonur síra Einars
og síðari konunnar, Elínar dóttur Hallgríms sýslumanns í
Berufirði Thorlaciusar, var síra Hallgrímur Thoxlacius 1
Miklagarði í Eyjafirði og em niðjar hans sumir þjóðkimnir.
Þegar síra Einiar fór að Berufirði 1748 kom síra Grímur
Bessason að Ási. Talinn skarpur gáfumaður og skáldmæltur,
næsta kíminn í kveðskap og oft í klúrasta lagi sem enn er