Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 117
MÚL AÞING
115
farið, vart gengið í meira en 15—20 mínútur, er við komum
á slóðina okkar aftur. Sáu’m við þá hvers kyns var. Við
vorum villtir oig höfðum engar áttir. Datt okkur þá í hug
að reyna að finna slóðina okkar til baka, en við nánari at-
hugun þótti okkur það ekki ráðlegt með því að alltaf mok-
aði niður snjónum og hlaut hún því að vera löngu horfin
nema síðasta spölinn.
En sem við ráðgumst um hvað gera skuli rofar allt í
einu til og sér til himins á örlitlum bletti, líkt og þar opn-
aðist gluggi í skýjakafinu, en mátulega stór þó til þess að
í ljós komu fjórar stjörnur, sem mynda dáhtið óregluleg-
an feming á hi’mninum. en engar sáulst aðrar stiömur.
Til var á Eiðum danskt stjörnukort af norðurhimninum
og hafði ég af rælni gluggað dálítið í það, með þeim árangri,
að ég þekkti flest öll stjömumerkin, og vissi hver afstaða
þeirra var á hverjum tíma ársins.
Ekki þurfti ég lengi að horfa á þessar stjömur til að
þekkja, að þarna var stjörnumerkið Lvra, eða Harpan, eins
og það nefnist á íslensku. enda er það mjög auðþeíkkt.
Nú var ég alveg viss um áttimar. Lyra átti að vera í
vestri. eða þv; sem næst og þurftum við ekki anniað en að
ganga á hana til þess að komast til Héraðs aftur. Tókum
við því stefnuna á Lyru ákveðmr að ná til byggða á Héraði.
Eg þótitilst vita að við væru’m staddir skammt austan brúna,
en nú vorum við orðnir illa b’.autir og hraktir.
Vart höfðum við farið nerna noikkra faðmia, er þessi
himnagluggi lokaðist og lognmuilluna tók að drífa yfir á
ný. En nú hafði ég náð áttunum og var þá um það eitt að
ræða að halda þeim sem réttast. Eftir nokkra hríð fundium
við að halla tók undan fæti og vissum þá, að við værum
kornnir norður fyrir brúnir og stefndum til Héraðs, en
seint sóttiist okkur ferðin í ófærðinni, þótt undan væri að
sækja.
Er við voru’m komnir. að við töldum, niður í mitt fjall,
birti snögglega til svo að við grilltum ljós á bæjum í Eiða-
þinghá og sáum, að við vorum á réttri leið; en ekki varði
L