Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 164
162
MÚLAÞING
Árni Sveinss'on prests Péiurssonar dvaldi hér ævilangt
og bjó hér bæði að Hálsi og HæruíkoHsnesi og andaðist þar
um 1860. Sonur hanis var Jón Árnason bóndi að Múla í
Álftafirði og eru margir niðjar sr. Sveins hér í sveitinni.
Þau áttu líika dætur tvær, sem fóru tii Vesturheims.
14. Bergur Magnússon (f. í ágúst 1772, d. 28. október 1837).
Hann var sonur sr. Magnúsar Ólafssonar í Bjamanesi og
fyrri konu hans Guðrúnar Bergsdóttur prests í Bjarnanesi,
Guðmundssonar prests að Hofi. Högnasonar. Lærði undir
skóla hjá sr. Jóni skáldi Hjaltalín, tekinn í Reykjavíkur-
skóla eldra 1789, stúdent 1794. Er vígður 1797 aðstoðarprest-
ur sr. Árna Gíslasonar að Stafafelii, varð þar prófastur 8.
nóvember 1814 fékk brauðið 1822 við uppgjöf sr. Árna.
Féfck Hof í Álftafirði 14. marz 1824 í skiptum við sr. Svein
Péturssion og va,r þar til dauðadags. Hafði tekið sr. Jón
son sinn sér til 'aðstoðarprests 1823 og fór hann með honum
í Hof. Fékk hinn 9. apríl 1829 leyfi til að afhenda þessum
syni s'num stað og kirkju, en lét ekki algjörlega af prest-
skap fyrr en snemma árs 1837.
Sr. Bergur var talinn merkur klerkur og bar gott skyn á
lækningar. Kvæntist 1797 Guðrúnu eldri, (d. 10. sept. 1849,
85 ára) Jónsdóttur sýslumanns að Hoffelli, Helgasonar.
Þeirra börn: Sr. Jón að Hofi, sr. Magnús í Heydölum, Sig-
ríður, látti Jón Eirjksson frá Hoffelli Benediktssonar og voru
þau systikinabörn. Þau bjuggu síðar að Bæ í Lóni.
15. Jón Bergsson (9. nóv. 1798—16. ágúst 1843). Foreldrar
hans voru Bergur prestur Magnússon og Guðrún eldri,
Jónsdóttir sýslumanns að Hoffelli, Heligasonar. Fæddur að
Stafafelli. Hann lærði þrjá vetur hjá sr. Brynjólfi Gíslasyni
í Heydölum. Tekinn í Bessastaðaskóla 1807, stúdent 1822
með meðalvitnisburði. Var síðan skrifari hjá Tvede sýslu-
manni um hríð en vígðist 21. september 1823 aðstoðarprest-
ur til föður síns að Stafafelli og flytur með honum að Hofi
í Álftafirði. Féfck Hof 22. apríl 1837 og hélt til æviloka.
Hann var talinn góður búhöldur og smiður. Kona hans var
Rósa Brynjó'lfsdóttir prests í Heydölum, G'íslasonar og voru