Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 24
staklega ánægjulegs mann-
fagnaðar á hundrað ára af-
mæli hans. Stóðu að honum
pær systurnar Þóra og Soffía
Wathne og Ethel Post
(Steel), dóttir Valgerðar syst-
ur þeirra (Mrs. Harry A.
Steel), sem látin er fyrir
stuttu, en Harry Steel, mað-
ur hennar, er enn lifandi og
býr áfram í Vancouver. Þau
systursonur Vigfúsar, Rich-
ard Beck og Margret kona
hans komu frá Victoria, B. C.
í afmælið. — Flutti hann
frænda sínum par meðfylgj-
andi kvæði og bréflegar
kveðjur frá ættingjum í átt-
högunum í Reyðarfirði. Einn-
ig bárust hinu aldurhnigna
afmælisbami blóm og kveðj-
ur frá ættingjum í Kanada
og Bandaríkjunum. Afmælis-
hófið var um allt hið mynd-
arlegasta og hlutaðeigendum
til sóma. En ánægjuríkast
var það, hvað öldungurinn
virtist njóta pess vel. Meðal
annars minnti hann mig á
pað, j>egar ég ræddi við hann,
að hann væri cnnþá áskrif-
andi Lögbergs-Heimskring.lu.
Við ættingjar Vigfúsar, sem
nutum þess að sitja þetta ein-
stæða afmæii hans, munum
geyma minninguna um það
með heitum huga til ævi-
loka.
Neistailug
Fjórar lausavísur yíir Richard Beck
SUMARLOK ARFLEIFÐIN
Blaktir á skari blómalíf,
bjarkaskrúð að jörðu fellur;
veik eru þeirra vörn og hlíf,
vetrar þegar lúður gellur.
Erfðir lifa innst í sál,
ættjörð þökk skal greiða.
Sterkt er íslenskt stuðlamál,
stiklar djúpið breiða.
HEIÐURSMERKI
ELLINNAR
Þótt ellin hafi heiðursmerki,
heyrnartœki, prýtt mig sínu,
glaður enn ég geng að verki
gömlu á frœðasviði mínu.
MINNINGAMOLD
(Á æskustöðvum 1974)
Varlega gekk ég vígða jörð,
vors míns lifði daga;
sveipaði Ijóma lygnan fjörð
langrar ættar saga.