Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 50
48
MÚLAÞING
rauða til rauðablástursins, fremur en að hann hafi blásið fyrsta
rauða á íslandi, eins og Landnáma segir, enda segir hún (Lndn.)
hann hafa komið út síð landnámstíðar og þá síðar en Skalla-Grímur
á Borg, sem er með fyrstu landnámsmönnum, eftir J?ví sem Egils
saga Skalla-Grímssonar segir. (Sjá formála Egilss. Lll. ísl. fomr.
II.). Þótt segja megi að rauði sé algengur og misjafn að gæðum
er ekki þar með sagt að hann sé allsstaðar til.
Athuganir á mýrarauða og útbreiðslu hans, sem gerðar hafa
verið í Svi'hjóð (Naumann Einar: Sjö och myrmalmernes bildnings-
historia I.) sýna að rauði myndast ekki par sem jarðvegur er kalk-
auðugur eða ef staða grunnvatns er neðar en hæstu sjávarmörk
á nútíma, p. e. eftir ísaldarlok.
Má vera að hér sé að leita skýringar á að hvergi hafa fundist
leifar af jámgerð á fjörðum austur, allt suður í Homafjörð eftir
hví sem Þorbjpm Friðriksson, efnafræðingur tjáir mér, en hann
hefur í sumarleyfum sínum undanfarin sumur rannsakaði rauða-
blástursleifar á Austurlandi.
Þótt svo hafi verið háttað í sumum sveitum, er svo að sjá
að í öndverðri byggð hér á landi hafi rauðablástur verið iðkaður
mjög víða.
I Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1975 skrifar dr. Kristján
Eldjám um blástursjám frá Mýnesi i Eiðaþinghá, og minnist hann
par á hina fomu iðju, rauðablásturinn, sem hafi verið sjálfsögð
á hverjum bæ eins og hver önnur störf bóndans „á ársins hring“.
„Heita má,“ segir dr. Kristján í grein Jæssari, „nokkuð óbrigðult
að hvar sem jörð er særð, þar sem menn hafa búið, komi í ljós
einhverjar minjar um rauðablástur, gjall, rauði, jafnvel blásturs-
járn“ (bls. 103).
í framhaldi af því sem hér hefur verið sagt um hversu algengur
rauðablástur hafi verið á fyrstu ámm eða öldum íslands byggðar,
er rétt að geta þess að þegar komið er fram um 1300 finnast litlar
leifar um rauðablástur á þeim bæjum sem grafnir hafa verið upp.
Virðist af þessu sem rauðablástur hafi víða lagst af er fram liðu
stundir. Um orsakir þessara breytinga verður að sjálfsögðu ekkert
fullyrt, en geta má þess til, að ástæðumar hafi aðallega verið
tvenns konar. Annars vegar rauðinn, sem var mismikill og mis-