Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 98
96
MÚLAÞING
Rósa Gísladóttir:
Slys ú Hamarsfirði 1899
Árið 1899 bjó á Geithellum í Geithellnahreppi Einar Magnús-
son, sonur Magnúsar Jónssonar á Bragðavöllum er kallaður var
hinn ríki, og konu hans Helgu Jónsdóttur. Kona Einars var Guð-
finna dóttir Jóhanns Malkvist og Halldóru Antoníusdóttur. Einar
og Guðfinna fluttu að Geithellum frá Hamarsseli 1894, með böm
sín, Sigurð, Helgu, Vilborgu, Þormóð og Kristínu. En 1897
andaðist Guðfinna húsfreyja aðeins 47 ára að aldri. Þá eru böm
þeirra 511 uppkomin og búa með föður sínum. Um þetta leyti kom
í sveitina ungur maður, Tryggvi Daníelsson, og gerðist bama-
kennari par. Hann var skagfirðingur að ætt, sonur Daníels Sigurðs-
sonar pósts og bróðir Þórhalls er varð kaupmaður á Höfn í
Homafirði og faðir Hafnar. Nú verður það svo sem er gömul en
alltaf ný saga í hvert sinn er hún gerist, að j?au kynni sem Vilborg,
unga stúlkan á Geithellum, og Tryggvi hafa hvort af öðra, leiða til
þess að þau bindast heitum. Er gifting þeirra ákveðin vorið 1899
og skyldi þar veisla haldin að þessa tíma sið. Veisluföngin átti að
sækja sjóleiðis til Djúpavogs.
Til pessarar ferðar réðust Tryggvi, Þormóður Einarsson og
Stefán Jónsson frá Starmýri. Munu þeir hafa gist á Djúpavogi
aðfaranótt 25. apríl. Þá bjuggu í Borgargarði á Djúpavogi Eyjólf-
ur Jónsson og Sigurbjörg Einarsdóttir með böm sín. Dóttir peirra
Ingibjörg Eyjólfsdóttir í Hrauni á Djúpavogi segir frá á þessa
leið:
Þegar slysið í Hamarsfirðinum gerðist 25. apríl 1899. bjuggu
foreldara mínir í Borgargarði. Það var snemma morguns klukkan
líklega rúmlega sjö. Guðjón bróðir minn var sestur upp í rúmi
sínu og byrjaður að lesa áður en hann færi í skólann. Það var
norðaustan blotaveður og sló þvers fyrir víkur og voga. Þá er
allt í einu bankað á gluggann og sagt: „Ertu ekki kominn á fætur
karl?“ Eyjólfur opnaði gluggann, horfir út og segir: „Nú ert
pað }?ú Tryggvi minn, hvað viltu svona snemma?" „Þú átt að
koma með mér suður yfir Hamarsfjörð," svarar Tryggvi. „Ég